Greindist með sama krabbamein og eiginmaðurinn

Mæðgurnar og leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Blythe Danner
Mæðgurnar og leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Blythe Danner AFP

Leikkonan Blythe Danner opnaði sig nýverið um baráttu sína við krabbamein í munni, sama krabbamein og leiddi eiginmann hennar, leikstjórann Bruce Paltrow, til dauða árið 2002. Danner og Paltrow voru gift í 32 ár og eiga saman tvö börn, leikkonuna og athafnakonuna Gwyneth Paltrow og kvikmyndaframleiðandann Jake Paltrow. 

„Krabbamein snertir alla á einhvern hátt, en það er óvenjulegt að hjón fái sama krabbamein,“ sagði Danner í samtali við People. Hún var stödd í London árið 2018 þegar hún fann fyrir „klumpi“ í hálsinum sem reyndist vera æxli. 

„Ég er heppin að vera á lífi“

„Mér byrjaði að svima og ég var farin að gleyma öllu. Og svo fann ég fyrir klumpi í hálsinum, rétt við hliðina á þeim stað sem Bruce hafði fundið sinn árið 1999,“ sagði leikkonan. 

„Ég man að ég leit upp til himins og sagði við Bruce: „Ertu einmana þarna uppi?“. Þetta er lúmskur sjúkdómur, en ég hef það gott núna og er heppin að vera á lífi,“ bætti hún við. 

Laus við krabbameinið

Leikkonan hefur nú farið í þrjár skurðaðgerðir ásamt öðrum meðferðum og er nú í bataferli, en hún fékk þær frábæru upplýsingar árið 2020 að hún væri laus við krabbameinið. Nú vinnur hún með Oral Cancer Foundation til að vekja athygli á krabbameini í munni. 

Bruce Paltrow og Blythe Danner ásamt dóttur sinni, Gwyneth Paltrow.
Bruce Paltrow og Blythe Danner ásamt dóttur sinni, Gwyneth Paltrow. Jeff Vespa
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda