Fyrirsætan Hailey Bieber deildi nýverið sársaukafullri reynslu sinni með fylgjendum sínum á Instagram, en hún er með blöðrur á eggjastokkunum „á stærð við epli“ sem valda henni miklum óþægindum.
Á myndinni sýndi Hailey mynd af maga sínum sem var útþanin, en hún útskýrði fyrir fylgjendum sínum að hún væri ekki ófrísk.
„Ég er með blöðru á eggjastokknum á stærð við epli. Ég er hvorki með endómetríósu né fjölblöðru-eggjastokkaheilkenni (e. PCOS), en ég hef fengið blöðru á eggjastokkinn nokkrum sinnum og það er aldrei gaman,“ skrifaði fyrirsætan við myndina. „Þetta er sársaukafullt og aumt, en ég upplifi ógleði, uppþembu, krampa og miklar tilfinningar.“
Hailey hefur talað opinskátt um heilsu sína síðustu ár, en í apríl greindi hún frá því að hún hefði fengið heilablóðfall sem leiddi til þess að hjartasjúkdómur sem hún er með uppgötvaðist, en í ljós kom að lítill blóðtappi var við heila hennar sem olli því að súrefnisflæðið minnkaði.
Eftir að hafa gengist undir aðgerð til að loka gati á hjarta hennar sagðist Hailey vera á batavegi í apríl. Fyrirsætan vonar að með því að deila reynslu sinni hjálpi hún öðrum. „Ég veit að mörg ykkar geta tengt og skilið mig,“ bætti hún við.