Opnar sig um ógnvænlegt þyngdartap – Var 45 kíló

Fyrirsætan Emily Ratajkowski léttist mikið fyrr á þessu ári.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski léttist mikið fyrr á þessu ári. AFP

Fyrirsætan Emily Ratajkowski segir að hún sé aðeins nýverið búin að jafna sig á ógnvænlegu og óvæntu þyngdartapi. Var hún aðeins 45 kíló þegar hún var sem léttust. Hún segist vera búin að þyngjast aftur. 

„Ég held að áföllin búi í líkamanum,“ sagði Ratajkowski í viðtali við Mia Khalifa í High Low-hlaðvarpinu. Ratajkowski skildi við eiginmann sinn Sebastian Bear-McClard fyrr á þessu ári, en þau höfðu verið gift í 4 ár.

„Þegar ég er veik, þá léttist ég mjög mikið. Ég var komin niður í 45 kílo og það var mjög, mjög ógnvænlegt,“ sagði fyrirsætan. Hún sagðist vera búin að þyngjast aftur og það væri gott. „Það skiptir mig öllu máli og þannig veit ég að ég er orðin hamingjusöm á ný,“ sagði Ratajkowski.

Fyrirsætan er byrjuð að huga aftur að ástinni eftir skilnaðinn. Er hún nú sögð vera að hitta grínistann Pete Davidson, en þau sáust saman á körfuboltaleik í New York um síðustu helgi.

Emily Ratajkowski er sögð vera að hitta grínistann Pete Davidson …
Emily Ratajkowski er sögð vera að hitta grínistann Pete Davidson og fóru þau saman á körfubolta á sunnudag. JAMIE SQUIRE
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda