Greindist með hvítblæði 15 ára

Ashley Park er í bata eftir að hafa barist við …
Ashley Park er í bata eftir að hafa barist við hatrammt hvítblæði. Skjáskot/Instagram

Ashley Park, sem leikur vinkonuna Mindy í vinsælu netflix-þáttunum Emily in Paris, barðist við hvítblæði á yngri árum.

„Ég greindist með hvítblæði þegar ég var 15 ára. Ég bjó á spítala í átta mánuði og fór í gegnum sex hræðilegar lotur af lyfjameðferð,“ segir Park í viðtali við The Times en hún er nú í bata.

Góðgerðarsamtökin Make a Wish létu draum hennar rætast og sendu hana og fjölskyldu hennar í helgarferð til New York þar sem þau sáu söngleik á Broadway. „Þarna vissi ég að ég vildi verða leikari.

Um leið og krabbameinið var farið úr líkamanum lagði ég mikla áherslu á að það fengi ekki að skilgreina hver ég væri, því þá væri það enn að sigra. Ég varð enn ákveðnari í að ná árangri og leita lausna við hvers kyns vandamálum,“ segir Park sem hefur notið mikillar velgengni á Broadway og á hvíta tjaldinu.

Lily Collins og Ashley Park leika saman í Emily in …
Lily Collins og Ashley Park leika saman í Emily in Paris. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál