Edrú í 47 ár

Anthony Hopkins.
Anthony Hopkins. AFP

Þeir sem ætla að hætta að drekka áfengi árið 2023 geta tekið sér stórleikarann Anthony Hopkins sér til fyrirmyndar. Hopkins hætti að misnota hugbreytandi efni fyrir 47 árum og hvetur fólk til þess að leita sér hjálpar og vera stolt. 

„Ég er óvirkur alkahólisti og til ykkar sem eruð þarna úti, ég veit að þið eigið erfitt. Verið góð við ykkur sjálf. Verið stolt af lífi ykkar,“ sagði Hopkins í myndskeiði á Instagram á edrúafmælinu á fimmtudaginn. 

Hopkins rifjar upp að hann hafi átt mjög erfitt þegar hann hætti loks og telur að hann hafi líklega ekki átt langt eftir ólifað. Þegar hann hætti árið 1975 vissi hann að það væri eitthvað að en vissi ekki hvað fíkn var. 

Margar stórstjörnur hafa skrifað athugasemd við innlegg Hopksins. Þar á meðal leikararnir Alec Baldwin og Hugh Jackman. Ofurfyrirsætan Naomi Campell þakkaði Hopkins einnig fyrir og sagði hann vera innblástur í batanum. Campbell hefur verið edrú síðan árið 2008 en hún misnotaði fíkniefni og áfengi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál