Hlustar á mjög væmna tónlist

Hlaupadrottningin Mari Järsk.
Hlaupadrottningin Mari Järsk.

Ofurhlauparinn Mari Järsk segist ekki vera skipulögð en hefur að undanförnu verið að æfa sig í að koma reglu á svefninn og vill helst vera komin upp í rúm klukkan tíu. Mari hlustar á væmna tónlist þegar hún hleypur og horfir á spænskar sápuóperur þess á milli.

Hvar á landinu finnst þér skemmtilegast að hlaupa?

„Mér finnst skemmtilegast að hlaupa úti í náttúrunni. Við Rauðavatn, á Hólmsheiði á bak við Moggann. Mér finnst líka gaman að hlaupa í Heiðmörk og við Vífilsstaðavatn.“

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Mér finnst fötin frá Johaug fallegust. Mér finnst þau kvenleg og smekkleg.“

Vesti frá JOHAUG. Merkið er í uppáhaldi hjá Mari.
Vesti frá JOHAUG. Merkið er í uppáhaldi hjá Mari.

Hvað gerir þú til þess að slaka á?

„Eftir rosalegar helgar þá tek ég mér frí og er heima hjá mér og er bara að taka til, horfa á þætti og borða nammi. Aðalleiðin mín til þess að slaka á er að fara í heimsókn til vinahjóna minna sem eru ekki í hlaupunum. Við förum saman í pottinn, slökum á, borðum góðan mat og höfum það notalegt.“

Ertu skipulögð?

„Ég er það ekki. Ég lifi í ákveðnum ramma. Það eru ákveðnir hlutir sem ég þarf að gera yfir daginn og ég lifi eftir því eins og að fara á æfingar og næra mig rétt og ég fylgi því stíft. Ég er alls ekki með dagbók. Ég veit hvað þarf að gera en ég skrifa það alls ekki niður.“

Hvenær ferð þú að sofa og hvenær vaknar þú?

„Ég er búin að vera að æfa mig að vera komin upp í rúm klukkan tíu og vakna klukkan sjö, hvort sem það er helgi eða ekki. Að reyna að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Mig langar að vera þar alltaf. Að vera komin upp í rúm klukkan tíu. Að ná alvöruhvíld.“

Mari reynir að vakna alltaf á sama tíma.
Mari reynir að vakna alltaf á sama tíma.

Áttu þér uppáhaldsborg og af hverju?

„Ég elska Edinborg. Það eru svo flottar byggingar í borginni. Ég fór um haust og það voru flott stór tré í borginni og allt svo fallegt.“

Edinborg.
Edinborg.

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi?

„Spíran auðvitað. Maður getur fengið fjölbreyttan heimilismat alla daga og góðan bröns allar helgar. Ég fæ ekki nóg, eins ótrúlegt og að það hljómar.“

Hvaða snyrtivörur notar þú mest?

„Ég þoli ekki að mála mig en ég reyni að halda mér eins brúnni og ég get allt árið. Ég nota svitalyktareyði frá Dove.“

Mari notar svitalyktareyði frá Dove.
Mari notar svitalyktareyði frá Dove.

Hvað hlustar þú á þegar þú hleypur?

„Ég hlusta á Michael Bolton, Mariah Carey, Celine Dion, Westlife og Boyzone. Ég hlusta á mjög væmna tónlist þegar ég er úti að hlaupa af því ég hleyp alltaf rólega. Þá finnst mér notalegt að vera í rólegum gír, róleg tónlist gerir svo mikið fyrir mig.“

Celine Dion.
Celine Dion. AFP

Hvaða þætti ertu að horfa á?

„Ég elska spænskar sápuóperur. Það er ótrúlega mikið af þeim á Netflix og ég horfi á allt sem kemur.“

Hvað ætlar þú að gera spennandi árið 2023?

„Hafa það mjög skemmtilegt, ég er opin fyrir öllu. Það er mjög spennandi bakgarðshlaup í Þýskalandi 20. maí sem ég er mjög spennt fyrir, því ég gæti komist inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum í gegnum það.“

Westlife.
Westlife. REUTERS/Kieran Doherty
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál