Greindur með ADHD 52 ára

Johnny Vegas.
Johnny Vegas. Ljósmynd/Wikipedia.org

Grínistinn og leikarinn Johnny Vegas greindist nýlega með ADHD. Hann segir greininguna útskýra margt, en hann er 52 ára. 

Greininguna fékk hann rétt fyrir jólin en hann ræddi um hana við samstarfskonu sína Sue Perkins sem er líka nýlega greind með ADHD. Eru þau með sama umboðsmann sem stakk upp á því við Vegas að hann færi í greiningu eftir að Perkins fékk sína. 

„Þetta kemur allt heim og saman núna,“ sagði Vegas í viðtali við Breakfast í vikunni. Spurður hvaða þýðingu greiningin hefði fyrir hann sagði hann: „Það er þetta óskipulag og að gera grunnaðgerðir. Allir hafa ákveðna hæfni til þess, en það fer eftir því hversu sterkur filterinn er held ég. Þegar þú ert ekki með neinn einasta filter, þá geta einföldustu hluti tekið gríðarlega langan tíma. Eins og segist ætla að færa þennan bolla og síðan fæ ég tíu aðrar hugmyndir og ég er ekki enn búinn að færa bollann, og síðan þremur vikum seinna er bollinn enn þarna, og einhver spyr af hverju ég sé ekki búinn að færa hann. Þá er þessi litli hlutur orðinn að einhverju óyfirstíganlegu verkefni,“ sagði Vegas. 

Hann sagði að þetta snerist um hvernig heilinn skipuleggur sig. Hann hafi alltaf vitað að hann væri óskipulagður, en að greiningin hjálpaði honum að skilja margt sem gerðist á hans skólagöngu. 

Hann sagðist þó ekki sjá eftir neinu og að þetta væri líka hluti af honum sjálfum. Óskipulagið hafi hjálpað honum í að vera betri uppistandari til dæmis. 

„Í einhverjum tilfellum getur maður litið til baka með eftirsjá, en ég hef verið heppinn í lífinu, þannig að ég sé ekki eftir neinu. Ég veit þetta núna, og þetta hjálpar mér að gera ákveðnar breytingar held ég. Maður vill líka axla meiri ábyrgð seinna í lífinu. Mér finnst þetta ekki skilgreina mig,“ sagði Vegas. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál