Manuela Ósk fékk heilablóðfall

Manuela Ósk Harðardóttir fékk heilablóðfall fyrir um þremur vikum síðan.
Manuela Ósk Harðardóttir fékk heilablóðfall fyrir um þremur vikum síðan. Skjáskot/Instagram

Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, fékk heilablóðfall fyrir um þremur vikum síðan. Þessu greinir hún frá í viðtali við Fréttablaðið. Hún segist enn fremur vera á batavegi en að þetta sé mikið áfall fyrir hana og alla í kringum hana. 

„Þetta er nokkuð sem maður hræðist en samt hugsar maður að þetta komi ekki fyrir mann,“ sagði Manuela og bætir við að heilablóðfallið hafi ekki gert boð á undan sér. Hún hafi verið með mikinn höfuðverk þennan sama dag. 

„Ég var sem betur fer ekki ein heldur var ég í heimsókn hjá frænku minni,“ sagði Manuela og segir viðbrögð frænku sinnar hafa bjargað henni. Missti hún málið og máttinn í líkamanum. 

Manuela lá á taugadeild yfir hátíðirnar. Líkamlegu einkennin hafa gengið að mestu til baka og tjá læknar henni að hún muni ná sér að fullu. Hún segir svona áfalli fylgja mikill kvíði. 

„Ég er í ótrúlega góðum höndum hjá æðislegum læknum og er komin í endurhæfingu á Grensás þrisvar sinnum í viku. Það eru bara englar sem vinna þar,“ sagði Manuela.

Manuela sagði frá því í færslu á Instagram að ef ekki væri fyrir veikindin væri hún nú stödd í New Orleans í Bandaríkjunum ásamt Hrafnhildi Harðardóttur sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe annað kvöld. 

View this post on Instagram

A post shared by M A N U (@manuelaosk)

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda