Segir nýjasta „töfralyfið“ í Hollywood ekki áhættulaust

Gamanleikkonan Chelsea Handler er ekki hrifin af lyfinu Ozempic.
Gamanleikkonan Chelsea Handler er ekki hrifin af lyfinu Ozempic. AFP/Michael Tran

Leikkonan Chelsea Handler segist óafvitandi hafa tekið lyfið Ozempic sem læknirinn hennar skrifaði upp á fyrir hana. Leikkonan segir margar aukaverkanir hafi fylgt lyfinu, en hún upplifði mikla ógleði þegar hún byrjaði að taka það.

Lyfið sem um ræðir er sykursýkislyf en læknir Handler sagði henni að taka það ef hana langaði til að missa nokkur kíló. Mikið hefur verið fjallað um lyfið í bandarískum miðlum undanfarnar vikur en það er sagt vera algert „töfralyf“ og hjálpa fólki að grennast. Á meðal þekktra aukaverkana eru ógleði, kviðverkir, hægðatregða, niðurgangur og uppköst.

Handler segist hafa hætt að taka lyfið því henni fannst …
Handler segist hafa hætt að taka lyfið því henni fannst óábyrgt af henni að vera taka lyf við sykursýki. AFP/Michael Tran

Handler ræddi um reynslu sína af lyfinu í hlaðvarpinu Call Her Daddy á dögunum.

„Læknirinn minn skrifar upp á það fyrir hvern sem er. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri á því,“ sagði Handler. Hún segist hafa sprautað sig með lyfinu og farið svo í hádegisverð með vinkonum sínum nokkrum dögum seinna.

„Vinkona mín sagði: „Ég er eiginlega ekki að borða neitt, mér er svo óglatt. Ég er á Ozempic.“ Og ég bara „mér er frekar óglatt líka“,“ sagði leikkonan. Hún segist fyrst hafa haldið að henni væri bara óglatt því hún var þreytt eftir langt ferðalag.

„Ég er ekki lengur á því. Ég hætti. Það er of óábyrgt. Ég vil ekki vera taka bara einhver lyf, ég ætla ekki að stunda það að vera á lyfi við sykursýki. Ég er búin að prófa það og ég ætla ekki að halda því áfram. Það var ekki fyrir mig, það er ekki rétt fyrir mig,“ sagði Handler.

Handler sagði einnig í viðtalinu að „allir í Hollywood“ væru á þessu „töfralyfi“.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Handler talar opinskápp um Ozempic. Á Critics Choice-verðlaunahátíðinni gerði hún grín að því í opnunarræðu sinni.

„Skilgreiningin á gaslýsingu er þegar einhver reynir að sannfæra þig um að eitthvað sem þú upplifir sé ekki rétt, eins og til dæmis þegar stjörnurnar segja að þær hafi létts með því að drekka vatn, en í rauninni eru allir á Ozempic,“ sagði leikkonan og uppskar mikinn hlátur.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál