Það má borða brauð og kartöflur!

Fólk hefur verið að forðast hvítt brauð eins og heitan …
Fólk hefur verið að forðast hvítt brauð eins og heitan eldinn. mbl.is/Colourbox

Það eru til margar mýtur um hvað má borða og hvað ekki. Hver hefur ekki heyrt að hvítt brauð og rautt kjöt sé eitur en plöntumjólk af hinu góða? Fræðimenn hafa hins vegar bent á að málið sé ekki alveg svona einfalt.

Alex Ruani, vísindamaður við Health Sciences Academy segir mikinn misskilning ríkja varðandi matarræði. Hér koma helstu mýturnar um mat:

Ekki borða rautt kjöt

„Við forðumst alls konar mat sem hefur í raun ekki skaðleg áhrif á heilsu okkar. Jú, það er gott að minnka neyslu unninnar kjötvöru en rautt kjöt hefur ákveðna kosti. Það er ein besta uppspretta járns og vítamínsins B12 sem er mikilvægt fyrir blóðið og taugavirkni. Það er ekki hægt að fá það úr ávöxtum, grænmeti eða grjónum.“

Ruani bendir hins vegar á að það skipti máli hversu mikið maður borðar af rauðu kjöti og hvernig það er matreitt. „Almennt er talið að ekki megi borða meira en 70 grömm á dag og bara 50 grömm af rauðu kjöti veitir manni nóg af B12 fyrir daginn. Það á að forðast að grilla eða steikja kjötið, frekar skal hægelda eða láta kjötið malla í kássu.“

Hvítt brauð hefur ekkert næringargildi

Hvítt brauð hefur hlotið slæma útreið síðustu árin því hlutfall trefja í því er afar lítið miðað við aðrar brauðtegundir. 

„Miðað við annan sterkjuríkan mat á borð við hvít hrísgrjón þá hafa rannsóknir sýnt að hvítt brauð framleiðir meira magn af góðum gerlum sem hafa áhrif á skapið og flóruna. Þá er líka að finna kalk í hvítu brauði,“ segir Ruani.

Kartöflur eru óhollar

„Kartöflur eru sagðar óhollar en þær hafa þó að geyma ýmis næringarefni á borð við C vítamín, fólat og járn. Margir segja að það hækki blóðsykur að borða kartöflur en það skipti þó máli hvernig maður borðar kartöflurnar. Rauðar kartöflur eru næringarríkari og hollari fyrir blóðsykurinn. Svo hafa rannsóknir sýnt að það að leyfa kartöflum að kólna áður en þeirra er neytt hafi minni áhrif á blóðsykur. Loks er alltaf best að borða kartöflur með hýðinu því þá fær maður meiri trefjar með sem hefur einnig góð áhrif á blóðsykurinn.“

Örbylgjuofnar eyðileggja næringarefni matarins

„Þvert á móti þá getur örbylgjuofn stundum betur varðveitt næringarefni matar. Rannsóknir hafa sýnt að það að hita grænmeti í smá vatni í örbylgjuofni leiðir til minna taps á vítamínum eins og B og C. Það er t.d. sérlega gott að hita grænar baunir í örbylgjuofni því sú leið hámarkar varðveislu andoxunarefna samanborið við að sjóða á hefðbundinn máta.“

Plöntumjólk er hollari en kúamjólk

„Jú, plöntumjólk er betri fyrir umhverfið og fyrir alla sem eru haldnir mjólkurofnæmi eða óþoli. En næringargildi plöntumjólkur er lakari en kúamjólk. Það er joð í kúamjólk sem er mikilvægt fyrir skjaldkirtilinn, frjósemi og vöxt og þroska fósturs. Svo er plöntumjólk oft með mikið af aukaefnum á borð við sykur sem er ekki gott fyrir heilsuna.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál