Er í lagi að mæta slappur á æfingu?

Ljósmynd/Unsplash/Jonathan Borba

Flensur og pestar hafa herjað á landsmenn síðustu vikur í takt við gulleitar veðurviðvaranir. Margir treysta á hreyfingu til að létta lundina og styrkja ónæmiskerfið, sérstaklega í skammdeginu, en til þess að jafna okkur á veikindum þurfum við þó að sjálfsögðu að setja hvíldina í forgang.

En hvað eigum við að gera þegar við upplifum slappleika eða önnur minniháttar veikindi? Við erum kannski ekki upp á okkar besta, en einkennin eru ekki alvarleg. Er þá í lagi að mæta á æfingu?

Sjúkraþjálfarinn Edward Laskowski svaraði þessari algengu spurningu á heimasíðu Mayo Clinic. „Hreyfing af lítilli eða miðlungsákefð er vanalega í lagi ef þú upplifir minniháttar einkenni og ert laus við hita. Hreyfing getur jafnvel hjálpað þér að líða betur og dregið tímabundið úr stíflu í nefi,“ útskýrir Laskowski. 

Ljósmynd/Pexels/Andrea Piacquadio

Mikilvægt að hlusta á líkamann

Almenn þumalputtaregla er að ef öll einkennin eru „fyrir ofan háls,“ eins og kvef, nefrennsli eða minniháttar hálsbólga, þá sé í flestum tilfellum í lagi að mæta á æfingu. „Íhugaði þó að draga úr ákefð og lengd æfingarinnar. Í stað þess að fara út að hlaupa, farðu þá frekar í göngutúr,“ nefnir hann sem dæmi. 

Ef einkennin eru hins vegar fyrir „neðan háls,“ eins og þyngsli fyrir brjósti, hósti eða magaóþægindi, er ekki mælt með því að fólk mæti á æfingu. Eins er ekki mælt með hreyfingu fyrir þá sem eru með hita, upplifa mikla þreytu eða vöðvaverki. 

„Leyfðu líkamanum að vera leiðarvísir þinn. Ef þér líður illa, þá skaltu hvíla þig. Nokkra daga frí frá æfingum þegar þú ert veikur ættu ekki að hafa áhrif á árangur né frammistöðu. Þegar þér fer að líða betur, farðu þá rólega af stað aftur,“ bætir Laskowski við. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál