8 einfaldar leiðir til þess að bæta heilsuna strax

Það er gott að reyna á sig.
Það er gott að reyna á sig. mbl.is

Jafnvel smæstu lífsstílsbreytingar geta bætt heilsuna til mikilla muna. Vísindamenn við University College London hafa komist að því að það að vera virkur í lífinu skipti miklu máli fyrir heilann.

„Það að vera virkur jafnt og þétt út lífið, skiptir meira máli fyrir heilsuna en að taka stundum skorpur. Jafnvel skokk, sund eða hjólreiðar einu sinni í mánuði út lífið eru betri en að fara í erfiða átakstíma einu sinni í viku í nokkra mánuði.“

Þá benda rannsóknir til þess að það sé aldrei um seinan að taka sig taki. „Þau sem byrja að æfa í kringum sextugt hafa meiri heilafærni en þau sem æfa ekki neitt.“

„Lykillinn er að byrja smátt. Gefðu þér leyfi til þess að prófa eitthvað nýtt í þrjár mínútur á dag eða á viku. Gerðu það ágætlega, frekar en að leitast eftir því að vera fullkominn,“ segir Jennifer Wild hjá Oxford háskóla.

„Stærsta áskorunin er að gera eitthvað að rútínu. Um leið og rútínan er komin þá er hægt að bæta við.“

Einföld ráð til að bæta heilsuna:

1. Skokkaðu eða syntu einu sinni í mánuði

2. Hoppaðu á staðnum tíu sinnum með útréttar hendur til að fá sterkari bein

3. Farðu út á morgnana til þess að bæta svefninn

4. Gerðu 11 armbeygjur fyrir hjartaheilsu

5. Gerðu jóga æfingar í 15 mínútur

6. Lyftu lóðum fyrir vöðva og góða skapið

7. Stattu á öðrum fæti fyrir jafnvægið

8. Farðu í röska göngutúra til að minnka líkur á heilabilun

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál