Af hverju fæðast bestu hugmyndirnar í sturtunni?

Hefur þú einhvern tímann pælt í því af hverju bestu hugmyndirnar virðast skjóta upp kollinum þegar við eigum síst von á því, eins og þegar við erum í sturtu eða úti að ganga?

Taugalæknirinn Richard E. Cytowic birti svar við þessari algengu spurningu á vef Psychology Today á dögunum. 

Það að leyfa huganum að reika á meðan þú framkvæmir „hugsunarlaust“ verkefni, eins og að fara í sturtu eða út að ganga, opnar á streymi hugsana í undirmeðvitundinni. Slík verkefni gera okkur kleift að aftengjast heiminum og komast í afslappað hugleiðsluástand sem opnar á nýjar hugmyndir og sjónarhorn. 

Hljóðið í vatninu spilar mikilvægt hlutverk

Annar ávinningur af sturtu er að svokallað hvítt suð (e. white noise) sturtunnar sem hindrar utanaðkomandi örvun. Hljóðið í vatninu veldur skynjunarskorti að hluta sem skapar meira pláss fyrir sjálfskoðun og ígrundun. 

Fræðin eru almennt sammála um tvo eiginleika svokallaðra „sturtuhugsana.“ Annars vegar að þær séu innsýn í undirmeðvitundina og hins vegar að þær séu afleiðing þess að hugsa ekki vísvitandi um neitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál