Varð drukkin í fyrsta sinn sjö ára gömul

Cara Delevingne opnaði sig í einlægu viðtali við tímaritið Vogue.
Cara Delevingne opnaði sig í einlægu viðtali við tímaritið Vogue. AFP

Fyrirsætan Cara Delevingne opnaði sig á dögunum um fíkniefnavanda sinn sem hófst þegar hún var barn. Delevingne prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Vogue.

Í samtali við tímaritið sagðist fyrirsætan hafa átt erfiða æsku, en hún upplifði mörg áföll þar sem móðir hennar glímdi við heróínfíkn. 

Delevingne segist hafa orðið drukkin í fyrsta sinn þegar hún var aðeins sjö ára gömul. „Ég vaknaði þunn í svefnherberginu mínu í húsi ömmu minnar, í brúðarmeyjukjól,“ rifjaði Delevingne upp, en kvöldið áður hafði hún drukkið glös af kampavíni. 

Fékk taugaáfall 15 ára

Þremur árum síðar var henni ávísað svefnlyfjum, þá aðeins tíu ára gömul. Sem unglingur greindist hún svo með dyspraxíu, taugasjúkdóm sem hefur áhrif á samhæfingu líkamans.

Í kjölfarið segir hún geðræn vandamál og sjálfsskaða hafa tekið við, en hún fékk taugaáfall þegar hún var 15 ára gömul. 

Í dag er fyrirsætan orðin edrú, en hún fór í meðferð á síðasta ári eftir að undarleg myndskeið af henni fóru í dreifingu. Myndskeiðið vakti mikla athygli og óttuðust margir um heilsu Delevingne sem varð til þess að hún leitaði sér aðstoðar. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál