Gervisætan er ekkert svo sæt

Sykur er ekki góður fyrir líkamann og heldur ekki gervisykur.
Sykur er ekki góður fyrir líkamann og heldur ekki gervisykur. Getty images

Margir falla í þá gryfju að halda að hitaeiningasnauðir drykkir með gervisætu séu betri kostur en sykraðir drykkir. Málið er þó ekki alveg svo einfalt.

Rannsóknir benda til þess að gervisykur sé síður en svo góður kostur fyrir heilsuna. Í nýlegri rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature Medicine kom í ljós að erythritol ætti mögulega þátt í verri hjartaheilsu. Teknar voru blóðprufur úr 1157 þátttakendum rannsóknarinnar. Þeir einstaklingar sem mældust með hvað mest erythritol voru líklegir til þess að fá hjartaáfall eða heilablóðfall innan þriggja ára. Aðrar rannsóknir hafa einnig stutt þessa kenningu um erythritol.

Hefur áhrif á flóruna, blóðsykur og matarlyst

Þá hafa rannsóknir bent til þess að gervisykur hefur neikvæð áhrif á efnaskipti líkamans, blóðsykursstjórnun og matarlyst.

„Matvælaframleiðendur hafa sett gervisykur í nánast allt. Áður fyrr fannst þetta bara í gosdrykkjum en nú er hægt að finna þessi efni í öllu mögulegu eins og til dæmis sósum, súpum, tannkremi og jógúrt,“ segir Linda Patel læknir í viðtali við The Times.

„Gervisykur er slæmur fyrir flóruna og blóðsykurinn. Það er kaldhæðnislegt að gervisykur skuli hafa sömu áhrif á blóðsykurinn og venjulegur sykur en þarna er um að ræða flókið samspil hormóna og bragðs sem trufla þessa stjórnun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál