Fékk fyrstu fullnæginguna í kynlífi 38 ára

Rachel Bilson.
Rachel Bilson. AFP/Vivien Killilea

Leikkonan Rachel Bilson fékk ekki fullnægingu á meðan kynlífi stendur fyrr en hún var 38 ára gömul. Það sagði hún að minnsta kosti í hlaðvarpsþætti sínum Broad Ideas á dögunum. 

„Er það ekki klikkað?“ spurði hún gest sinn, uppistandarann Whitney Cummings. Cummings hóf umræðuna á því að segja Bilson að hún hafi fyrst fengið fullnægingu á meðan hún stundaði kynlíf eftir að hún hætti á getnaðarvarnarpillunni. „Ég gat það samt alltaf með höndunum sko,“ tók hún fram. 

„Já auðvitað, já, en ekki með því að fá getnaðarlim inn,“ sagði Bilson þá. Bilson útskýrði ekki sína upplifun frekar en það gerði Cummings og útskýrði að maðurinn sem hún hafði stundað kynlíf með væri með beinan getnaðarlim, en að leg hennar væri á ská. Sagði hún einnig að henni fyndist kynlíf best þegar hún væri á blæðingum. 

Cummings talaði einnig um að hún heyrði konur tala um að þær fengju ekki fullnægingu fyrr en þæpr væru búnar að eignast börn. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál