Hinrik segir Paltrow borða þriðjung af því sem hún þarf

Gwyneth Paltrow borðar um 500 hitaeiningar á dag.
Gwyneth Paltrow borðar um 500 hitaeiningar á dag. Samsett mynd

Séu næringargildi þess sem leikkonan Gwyneth Paltrow segist borða á einum degi reiknuð út má áætla að hún borði tæplega 500 hitaeiningar á dag.

Það er tæplega þriðjungur af því sem kona, sem er jafn há og þung og hún, ætti að borða á dag að mati Hinriks Pálssonar næringarþjálfara.

Paltrow ræddi um mataræði sitt í hlaðvarpsþættinum The Art of Being Well í vikunni og hafa fullyrðingar hennar vakið mikla athygli.

Þá hefur hún verið gagnrýnd fyrir að gefa öðru fólki heilsuráð og hafa næringarfræðingar varað við mataræðinu. 

Paltrow segist drekka einn kaffibolla á morgnana, beinasoð í hádeginu og grænmeti í kvöldmat. 

Ætti að borða að minnsta kosti 1.600 hitaeiningar

Hinrik, sem er einnig formaður Kraftlyftingasambands Íslands, reiknaði út hversu margar hitaeiningar Paltrow segist borða og komst að þeirri niðurstöðu að hún borðaði um 497 hitaeiningar, þar af eru 25 grömm af fitu, 24 grömm af kolvetnum og 36 grömm af próteini. 

Hinrik bendir á að þetta sé ekki nærri því að vera nóg fyrir konu sem er um 175 sentímetrar á hæð og samkvæmt upplýsingum á netinu um 60 kíló.

Hún ætti að borða á bilinu 1.600 til 2.000 hitaeiningar á dag til þess að viðhalda líkamsþyngd sinni. Þá sé miðað við hóflega hreyfingu á hverjum degi. 

@dearmedia #gwynethpaltrow shares her daily wellness routine on The Art Of Being Well, listen now 🎧 #wellnessroutine #healthandwellness #healthylifestyle #routines #goop #podcastclips ♬ Aesthetic - Tollan Kim
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál