Segist alls ekki vera á „töfralyfinu“

Julia Fox segist ekki taka Ozempic.
Julia Fox segist ekki taka Ozempic. AFP/Andrea Renault

Leikkonan Julia Fox segist alls ekki vera á hinu margrómaða „töfralyfi“ Hollywood, lyfinu Ozempic sem fólk með sykursýki af tegund 2 notar. Segist Fox aldrei munu taka lyfið því það sé eitthvað sem fólk með sykursýki þurfi lífsnauðsynlega. 

Sögusagnir hafa gengið um stjörnuheiminn að Fox noti lyfið til að halda sér grannri. 

„Fullt af fólki hefur komið til mín og sagt mér að ég taki þetta megrunardót, fólk segir að ég sé að taka Ozempic eða hvað sem það heitir. Ég er ekki að því og hef aldrei,“ sagði Fox í viðtali við Entertainment Tonight. 

„Ég myndi aldrei gera það. Það er fólk með sykursýki sem þarf á þessu lyfi að halda,“ sagði Fox.

Sykursýkislyfið Ozempic hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Er það hannað til að hjálpa fólki sem greinst hefur með sykursýki af tegund 2. Hefur það áhrif að minniháttar seinkun verður á magatæmingu fyrst eftir máltíð og finnur fólk lengur fyrir seddutilfinningu, minna hungri og minnkar þau löngun í fituríkan mat. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál