Útskýrir fullnægingaleysið betur

Rachel Bilson.
Rachel Bilson. AFP

Leikkonan Rachel Bilson, sem sagði frá því á dögunum að hún hefði ekki fengið fullnægingu í kynlífi fyrr en hún varð 38 ára, segir að fullnægingarleysið hafi ekkert að gera með slæma bólfélaga. Hún hafi einfaldlega ekki þekkt líkama sinn nógu vel. 

Játning Bilson um að hún hafi ekki fengið fullnægingu í kynlífi vakti talsverða athygli. 

„Það hafði ekkert með neinn bólfélaga að gera. Þetta stafaði af því ég þekkti ekki minn eigin líkama,“ sagði Bilson í The Nick Viall Files-hlaðvarpinu. 

Bilson sagðist líka hafa viljað leggja eitthvað til málanna þegar viðmælandi hennar, Whitney Cummings, sagðist ekki hafa fengið fullnægingu fyrr en hún hætti á getnaðarvarnarpillunni fertug að aldri. 

„Ég stökk bara á það og sagði að þegar ég varð eldri, þá gat ég líka gert það,“ sagði Bilson og bætti við að hún hafi ekki verið að reyna að koma höggi á neinn fyrrverandi kærasta. 

„Mér skilst að einhver nöfn hafi verið nefnd í kringum þetta og mér finnst það ekki í lagi, af því það tengist þessu ekki neitt,“ sagði Bilson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál