Af hverju að leyfa hundinum að þefa?

Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

Hundar þefa af ofboðslega mörgum ástæðum. Þef hefur róandi áhrif og getur verið góð örvun fyrir eldri hunda. Dýralæknar og hundaatferlisfræðingar hafa lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að leyfa hundum að þefa í göngutúrum en hundaeigendur hafa margir hverjir nýtt tímann eingöngu í hreyfingarskyni. Nú segja sérfræðingar að það eigi ekki að kippa í ól hundsins, heldur að leyfa honum að stoppa og þefa og að hagsbætur þess séu miklar fyrir heilsu hundsins, sérstaklega eldri hunda. 

Aldurstengd heilsufarsvandamál

Sumir hundar, sérstaklega eftir því sem þeir eldast, eiga til að ganga af minni krafti og í skemmri tíða en áður og kjósa að eyða tímanum í að þvælast um og kanna lyktina sem þeir finna í kringum sig. Þetta er eitthvað sem eigendur ættu að taka vel eftir og leyfa, jafnvel þó það sé pirrandi og eflaust þreytandi fyrir eigandann til lengdar. 

Í erindi sem var flutt á BSAVA 2023 þinginu, um það hvernig eigi að aðlaga sig að því að lifa með og sinna þörfum eldri hunda, töluðu sérfræðingar um mikilvægi þess að tryggja það að hundar væru enn virkir og örvaðir jafnvel þó að líkaminn væri farinn að hægja á sér eða að hundurinn væri farinn að þróa með sér aldurstengd heilsufarsvandamál eins og slitgigt.  

AFP

„Að þefa er mjög, mjög mikilvægt“

„Ég held að þú þurfir að skipta um takt, andlega, þegar þú ert að sinna hundi með slitgigt; í stað þess að þú og félagi þinn farið út í skemmtilegan göngutúr, hvert sem þú myndir vilja fara, þá verða göngutúrarnir að vera miðaðir að hundinum,“ sagði Zoe Belshaw, dýralæknir sem vinnur hjá BSAVA Old Age Pets–verkefninu.

„Eftir því sem flestir hundar eldast verða þeir æ meira hvattir til að þefa, óháð því hvort það er það sem þeir vildu gera áður eða ekki. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægur hluti af lífsgæðum þeirra, að geta þefað. Eldri hundar þurfa ekki að ganga stanslaust í tíu mínútna göngutúr. Ef þú hefur tíu mínútur og þeir kjósa að eyða níu og hálfri mínútu í að þefa af ljósastaur; fyrir þann hund er það svo miklu betra en ef þú reynir að draga hann í hringferð um blokkina.“

„Að þefa er mjög, mjög mikilvægt. Þú verður að endurskipuleggja tilgang göngunnar svo þú verðir ekki óður yfir því að hafa staðið við ljósastaur í níu og hálfa mínútu.“

Hundur af Labrador-kyni.
Hundur af Labrador-kyni. Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson

Finndu eitthvað sem lætur tímann líða

„Dýralæknar eiga að segja hundaeigendum að niðurhala hlaðvarpi eða gera eitthvað sem lætur tímann líða svo að göngutúrinn þróist ekki í orsök gremju. Það sem fer þá að gerast er að eigandinn fer stöðugt að kippa í ól hundsins þar sem honum finnst réttara að hann sé á hreyfingu eða að hann sé sjálfur orðinn þreyttur á þefinu. Þefið er mjög mikilvægt og það á að styðja og hvetja við þá hegðun í göngutúrnum.“

Annað sem fólk getur nýtt sér til að auðvelda lífið fyrir aldraða hunda, er meðal annars að leggja niður mjúkra gripmottur til að koma í veg fyrir að þeir falli; leika við þá á mismunandi vegu; fóðra þá á nýstárlegan hátt og breyta ekki heimilisumhverfinu of mikið. 

„Við þurfum að breyta því, hvernig fólk leikur við gæludýrin sín“

Emily Cowderoy, dýralæknir og sjúkraþjálfari við Royal Veternary College, sagði nýlega að það að láta hund sækja, henti oft ekki hundum með hreyfivandamál. 

„Oft er ég er að biðja eigendur um að hætta ákveðnum leikjum sem þeir eru að gera með sjúklingum,“ sagði hún. „En það þýðir ekki að við séum að taka alla gleðina úr lífi dýranna, það þýðir einungis að við þurfum að breyta því hvernig við leikum við gæludýrin okkar.“

„Ef við lítum á þetta frá liðagigtarsjónarhorni þá er hentugast að rúlla til þeirra leikfanginu í stað þess að kasta því og láta þá hlaupa og sækja. Bara að fá þá til þáttöku.“

Fyrir hunda sem þjást af skerðingu á hugsun og vitrænni getu eða sjón- og heyrnartapi er lykilatriði að notast við lyktarskynið. Til dæmið getur það ekki aðeins verið skemmtileg upplifun fyrir hundinn, að fela matinn á hinum ýmsu stöðum heldur hjálpar það einnig við að halda huganum skörpum. 

The Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál