Í sama sundbolnum 30 árum síðar

Líkamsræktardrottningin Denise Austin skartar hér sama sundbolnum fyrir 30 árum …
Líkamsræktardrottningin Denise Austin skartar hér sama sundbolnum fyrir 30 árum og í dag. Skjáskot/Instagram

Hin 66 ára gamla líkamsræktardrottning Denise Austin er í fantaformi og lítur út fyrir að sofa í formalíni. Hún deildi skemmtilegri mynd af sér í bleikum sundbol sem hún klæddist fyrir 30 árum við tökur á sjónvarpsþætti sínum Getting Fit with Denise Austin.

„Þvílíkt ótrúleg minning að horfa til baka á. Þessi þá-og-nú-mynd vekur mikla fortíðarþrá ... ég klæddist þessum sundbol á tíunda áratugnum þegar ég tók upp sjónvarpsþáttinn minn!! Hversu mörg ykkar muna eftir að hafa horft á???“ skrifaði Austin við myndina á Instagram.

„Ég er enn jafn sjálfsörugg og í betra formi en nokkru sinni fyrr og ég elska að eiga þennan sundbol til að minna mig á hversu langt ég hef náð,“ bætti hún við.

Vill engar öfgar

Á ferli sínum hefur Austin haldið ýmis námskeið, framleitt líkamsræktarþætti og æfingamyndbönd ásamt því að skrifa bækur og pistla um það að halda sér í góðu formi. 

Austin hugsar vel um heilsuna, en hún leggur áherslu á að halda sér í góðu líkamlegu formi án allra öfga. Hún æfir í um 30 mínútur á dag og sleppir aldrei úr máltíðum. Hún kýs að nota sykur og smjör í stað gervisætuefna og smjörlíkis, en Austin leggur mikla áherslu á gott jafnvægi í mataræði og hreyfingu.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál