Hefur lést um 30 kíló á sex mánuðum

Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkely hefur lést um 30 kíló á …
Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkely hefur lést um 30 kíló á sex mánuðum með lyfinu Mounjaro. Samsett mynd

Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley hefur misst í kringum 30 kíló frá því hann byrjaði að taka inn lyfið Mounjaro en það veldur mjög hröðu þyngdartapi. Barkley var gestur í þættinum The Pat McAfee Show, í síðustu viku en þar sagði hann frá árangri sínum frá því hann byrjaði að taka inn lyfið. 

„Þetta hefur verið ótrúlegt. Læknirinn minn, hún er ótrúleg. Ég veit að margir eru að taka inn Ozempic, en læknirinn minn ráðlagði mér að taka inn Mounjaro. Þegar ég byrjaði var ég rúm 160 kíló en í dag er ég rétt um 130 kíló,“ sagði Barkley við Pat McAfee. 

Einungis sex mánuðir

Barkley byrjaði á Mounjaro fyrir einungis sex mánuðum og hefur hann því verið að léttast mjög ört en algengast er að missa þessa þyngd á um 12–15 mánuðum. „Þetta hefur verið frábært. Mér er loksins farið að líða eins og manneskju, ekki bara feitum. Ég veit að ég á aldrei eftir að ná spilaþyngdinni minni sem var 113 kíló en ég ætla að komast í 122 kíló. Læknirinn sagði við mig: Það er mikið af feitu ungu fólki þarna úti en það er ekki mikið af feitu gömlu fólki, það er allt dáið,“ sagði Barkley.

Fyrrverandi NBA–leikmaðurinn segist hafa tekið þessa ákvörðun vegna þess að hann vilji halda lífi. „Ég þyngdist mikið þegar ég fékk nýjar mjaðmir árið 2016 en ég vil vera hér. Ég er að æfa, ég fæ lyfjasprautuna mína einu sinni í viku og eins og ég sagði þá ætla ég að fara niður í 122 kíló.“ 

Veit ekki hvað lyfið gerir

Þáttastjórnandinn Pat McAfee, spurði fyrrverandi körfuboltastjörnuna frekar út í lyfið og hvað það gerir og hvort það bæli til að mynda matarlyst. „Ég hef enga hugmynd um hvað það gerir,“ viðurkenndi Barkley og hló. 

„Ég ætla ekki að ljúga. Ég hef enga hugmynd. Allir halda áfram að spyrja mig en læknirinn minn sagði mér að borða aðeins betur, ég hef líklega verið að gera það en ég hef enga hugmynd um hvað þetta lyf gerir.“

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál