58 ára í trylltu formi

Hin 58 ára gamla Luann de Lesseps er í fantaformi.
Hin 58 ára gamla Luann de Lesseps er í fantaformi. Samsett mynd

Real Housewives of New York-stjarnan Luann de Lesseps hefur verið dugleg að deila sjóðheitum bikinímyndum með fylgjendum sínum á Instagram, en hún er í fantaformi og hugsar vel um heilsuna. 

Lesseps, sem er 58 ára gömul, birti á dögunum mynd af sér á ströndinni á Sankti Bartólómeusareyjum þar sem hún klæddist djörfum sundbol sem er mikið opinn í bakið.

Elskar að stunda jóga

Lesseps segist halda sér í formi með því að stunda jóga og fylgja miðjarðarhafsmataræði. Hún hefur einnig sagt skilið við áfengi og segir það hafa haft jákvæð áhrif á heilsu sína, jafnt andlega sem líkamlega. 

Raunveruleikastjarnan segist einnig hlaupa og lyfta lóðum, en hún segist einbeita sér sérstaklega að lyftingaræfingum fyrir hendurnar þar sem hún sé mikið í ermalausum kjólum. Þá segist hún vera með ákveðna rútínu í ræktinni og einbeiti sér einnig að æfingum fyrir fætur og kvið. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál