Missti 20 kíló með einfaldri lífstílsbreytingu

Hin 27 ára gamla Gözde Kaya missti 20 kíló með …
Hin 27 ára gamla Gözde Kaya missti 20 kíló með einfaldri lífsstílsbreytingu. Samsett mynd

Í ársbyrjun 2021 ákvað hin 27 ára gamla Gözde Kaya að gera einfalda lífsstílbreytingu sem varð til þess að hún léttist um 20 kíló á einu ári. 

Kaya deildi vegferð sinni á TikTok, en hún byrjaði á því að segja frá því að hafa lengi barist við að halda sér í formi. Hún hafi verið að glíma við óheilbrigðan vítahring sem einkenndist af ofáti og takmarkaðri matarinntöku til skiptis sem hafi valdið henni mikilli vanlíðan, bæði andlega og líkamlega.

Í myndskeiðinu sagði Kaya frá því að hafa ákveðið að byrja að fara reglulega í göngutúra til að efla heilsu sína og upplifa meiri innri ró. Hún segir þessa einföldu breytingu hafa gjörbreytt lífi sínu til hins betra, en nú hefur hún misst yfir 20 kíló. 

Langar „hot girl“ göngur 

„Ég missti 20 kíló og fann fyrir meiri styrk. Bara með því að ganga og borða meira meðvitað (e. mindful eating) sem kom af sjálfu sér því ég var að ganga svo mikið,“ útskýrði hún í myndskeiðinu. 

Að undanförnu hefur verið mikil vitundarvakning á samfélagsmiðlum um heilsufarslegan ávinning þess að ganga og þá sérstaklega úti í náttúrunni. Á TikTok hafa slíkar göngur verið settar í skemmtilegan búning og kallaðar „hot girl“ göngur, en það vill oft gleymast hve góð líkamsrækt göngur eru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál