„Ég segi: vertu bara feitur“

Hér sést leikarinn fyrir og eftir 20 kílóa þyngartapið.
Hér sést leikarinn fyrir og eftir 20 kílóa þyngartapið. Samsett mynd

Bandaríska leikaranum og uppistandaranum Eric André, finnst betra að vera feitur en hann létti sig um tæplega 20 kíló á innan við sex mánuðum. André grennti sig fyrir tökur á sjöttu þáttaröð The Eric André Show. „Grannt fólk er grautfúlt af því að það er að farast úr hungri,“ sagði leikarinn.

André, sem er 40 ára, var í viðtali við tímaritið GQ í vikunni og ræddi meðal annars um þyngdartapið, mikilvægi svefns og leitina að jafnvægi í lífinu. 

Feitt fólk er hamingjusamt

Grínistinn viðurkenndi að það væri fínt að passa aftur í gömlu gallabuxurnar en að hann væri orðinn hundleiðinlegur og skapstyggur. „Ég er f***ing svangur, ég er pirraður, ég er alltaf pirraður,“ útskýrði hann.

„Ég segi: vertu bara feitur. Ef þú ert feitur eða bústinn, vertu þannig. Mér leið frábærlega þegar ég var feitur. Franskar kartöflur skipta mig mun meira máli en nokkur aukakíló.“

Úr 97 kílóum í 78 kíló

Þrátt fyrir árangurinn segist André ekki ánægður með ferlið þar sem hann hafi þurft að borða mikið af mjög óspennandi og bragðlausum máltíðum í stað þess að fara út að borða og drekka ásamt félögum sínum. „Þú lítur vel út í speglinum og ert sáttur við spegilmyndina en þú ert að farast úr hungri – og þú mátt ekki neyta áfengis. Þú mátt í raun og veru ekki hafa gaman,“ sagði leikarinn. 

André birti svokallaðar fyrir-og-eftir-myndir af sér á Instagram og sagðist aldrei ætla að gera neitt í líkingu við þetta aftur. „Þetta var mjög grimmt tímabil.“

Um leið og leikarinn lauk tökum á sjöttu þáttaröð The Eric André Show borðaði hann heila pepperoni-pítsu og hélt til Portúgals þar sem hann segist hafa drukkið gríðarlegt magn áfengis. „Þrátt fyrir að vera heilsuhraustari og mjórri, þá kýs ég Cheetos, romm, koníak og góðan tölvuleik,“ sagði André að lokum.

NY Post

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál