Er slæmt að sofa í sokkum?

Það þarf að passa upp á ýmislegt ef maður er …
Það þarf að passa upp á ýmislegt ef maður er staðráðinn í að sofa í sokkum. Ljósmynd / Getty Images

Rannsóknir benda til þess að það sé óheilnæmt að sofa í sokkum en talið er að um 18% fólks sofi í sokkum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna MattressNextDay. 

„Sokkarnir eru oftar en ekki skítugri en sjónvarpsfjarstýringin og klósettið. Í raun eru sokkar tvöfalt skítugri en klósettsetan. Við tókum sýni af mismunandi sokkapörum og komumst að því að bakteríur grössuðu á sokkum yfir daginn. Hver manneskja var í sömu sokkunum allan daginn. Fóru í vinnuna í þeim, voru í þeim heima og í ræktinni. Bara eins og gengur og gerist. Aðeins 30% þeirra sem sváfu reglulega í sokkum fóru í hreina sokka fyrir háttinn,“ segja forsvarsmenn rannsóknarinnar í viðtali við Body&Soul.

„Greiningin leiddi í ljós ýmsar svæsnar bakteríur sem gætu leitt til sýkingar sem gætu haft áhrif á öndunarveg eða jafnvel þvagrásina. Þá er fólk líklegra til þess að fá sveppasýkingar á fæturna séu þeir alltaf í sömu sveittu sokkunum. Fæturnir hafa um 250 þúsund svitakirtla þannig að þeir eru líklegir til þess að svitna mikið yfir daginn. Og þá meira á sumrin.“

„Þeir sem eru hins vegar í hreinum sokkum uppi í rúmi eru sagðir sofa betur og minna líklegir til þess að hrjóta.“

Þeir sem vilja endilega sofa í sokkum ættu að hafa þessi ráð að leiðarljósi:
  1. Alltaf að vera í hreinum sokkum sem hafa ekki snert fæti á jörð.
  2. Alltaf skal þvo sokka á háum hita, að minnsta kosti 60 gráðum í þvottavél. Það hjálpar til við að drepa bakteríur og fjarlægja erfiða bletti.
  3. Þvo reglulega rúmföt, í takt við hversu mikið maður svitnar á nóttunni. 
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál