Oprah Winfrey gagnrýnir notkun „töfralyfsins“

Oprah Winfrey ræddi hið umtalaða „töfralyf“ í Hollywood í nýlegu …
Oprah Winfrey ræddi hið umtalaða „töfralyf“ í Hollywood í nýlegu viðtali. ROY ROCHLIN

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey gagnrýnir notkun á hinu umtalaða „töfralyfi“ í Hollywod til að grennast og segir það vera „auðveldu leiðina.“

Lyfið sem um ræðir er sykursýkislyfið Ozempic sem ætlað er sykursjúkum, en fjölmargar Hollywood-stjörnur hafa viðurkennt að nota lyfið til að léttast.

Winfrey viðurkennir að henni hafi sjálfri þótt freistandi að fara á lyfið þegar hún heyrði af því fyrst, en þá var hún á leið í aðgerð á hné. Hún segir að hluti af freistingunni hafi þó verið drifinn af því að hafa verið „niðurlægð í blöðum í hverri viku í um 25 ár“ fyrir að hafa ekki „viljastyrk“ til að léttast.

Winfrey ákvað þó fljótt að lyfið væri ekki málið. „Mér fannst ég verða að gera þetta sjálf. Vegna þess að ef ég myndi taka lyfið, þá er það auðveldasta leiðin út,“ sagði hún í samtali við People.

„Eigum við ekki öll að samþykkja hvaða líkama sem fólk velur að vera í? Það ætti að vera þitt val,“ bætti hún við. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál