Tíu kíló farin á nokkrum vikum

Tónlistarmaðurinn segist vera búinn að finna sitt sport.
Tónlistarmaðurinn segist vera búinn að finna sitt sport. AFP

Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn, DJ Khaled, hefur grennst töluvert á undanförnum vikum en hann viðurkenndi í viðtali við tímaritið Us Weekly á dögunum að vera orðinn tíu kílóum léttari. Hinn 47 ára gamli tónlistarmaður var að kynna samstarf sitt við bandaríska golfmótið Ryder Cup þegar hann sagðist vera kominn niður í 119 kíló þökk sé golfi.

DJ Khaled játaði að golf væri lykillinn að þyngdartapinu og hans leið til að viðhalda heilsunni. „Ég vakna á morgnana, bið bænirnar mínar og kyssi börnin mín og eiginkonu,“ sagði hann. „Eftir léttan morgunverð þá klæði ég mig í réttu fötin og fer á völlinn.“

Tónlistarmaðurinn spilar golf daglega og segir það hafa gefið sér nýja sýn á lífið og einnig skapað dýrmæt fjölskyldutengsl, en synir hans, 6 og 3 ára, elska íþróttina einnig. „Þegar þeir eru ekki í skólanum þá vilja þeir eyða tímanum með pabba gamla í golfi. Það er yndislegt að spila golf með strákunum mínum,“ sagði DJ Khaled. 

View this post on Instagram

A post shared by DJ KHALED (@djkhaled)

View this post on Instagram

A post shared by DJ KHALED (@djkhaled)

View this post on Instagram

A post shared by DJ KHALED (@djkhaled)




mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál