Real Housewives of Orange County-stjarnan Emily Simpson hét því að breyta lífsháttum sínum fyrir nokkrum árum þar sem henni fannst hún orðin of þung.
Fyrr í vikunni birti raunveruleikastjarnan myndskeið á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún sýndi árangur vinnu sinnar.
Simpson viðurkenndi fyrir fylgjendum sínum að hafa grennst með hjálp „töfralyfsins“ Ozempic og fitusogs, en segir þó daglegar ferðir í ræktina helstu ástæðu þyngdartapsins.
Raunveruleikastjarnan hefur verið dugleg að skrásetja þyngdartap sitt síðastliðna mánuði á samfélagsmiðlum, en í desember viðurkenndi Simpson að hafa notað Ozempic til að ná af sér fyrstu aukakílóunum. Simpson sagðist einnig hafa gengist undir aðgerð og farið í fitusog á handleggjum.