Hvers vegna áttu alls ekki að fara á kúr?

Inga Kristjánsdóttir segir að það skipti máli að huga að …
Inga Kristjánsdóttir segir að það skipti máli að huga að blóðsykrinum til þess að bæta heilsuna. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti segir að það sé ekki hægt að hætta öllu og fara á kúr. Fólk þurfi að ná stjórn á blóðsykrinum til þess að ná árangri er varðar mataræðið. 

Finnst þér nauðsynlegt að skjóta mýflugu með fallbyssu? Nei er það nokkuð vit? Að sama skapi er kannski ekkert nauðsynlegt að breyta öllu varðandi mataræðið þitt í einu skoti, þó þig langi í betri heilsu og lífsgæði.

Það að ætla sér að verða ný manneskja á ofurhraða og tileinka sér fullt af nýjum hlutum í einu, gengur oftast illa.

Eða það gengur í ákveðinn tíma, svona á hnefanum og með því að bíta saman jöxlunum en svo búmm, ballið búið og allt fer í sama farið. Sjálfsásökun og samviskubit fylgja svo í kjölfar púðurreyksins og enginn er glaður.

Hvernig væri þá að byrja bara á byrjuninni og því sem skilar þér miklum árangri á einfaldan hátt? Þú veist líklega hvar byrjunin er, en kannski hefur það vaxið þér í augum. Það er sykurinn, blóðsykurinn.

Þar er best að byrja.

Lykilatriðið er að hann sé í jafnvægi og án þess jafnvægis virkar ekkert í kroppnum almennilega og þú ræður bara ekki neitt við neitt.

Mikil kolvetna- og sykurneysla veldur gríðarlegu ójafnvægi og það er nánast ómögulegt að ráða við sykurlöngun í því ástandi, þrátt fyrir járnvilja og mikinn sjálfsaga.

Það er hægt að færa rök fyrir því að allskonar og allavega mataræði sé voðalega hollt og gott og guð einn veit hve margar tegundir mataræðis og kúra eru til þarna úti.

Óteljandi.

Vandinn er sá að ef að þú ferð á svona kúr, þá endar alltaf með því að þú nennir því ekki lengur og hættir.

Það er nú bara mannlegt og eðlilegt.

Margir þessara kúra eru líka þannig gerðir að reglurnar eru gríðarlega strangar og fólk er smánað og því refsað ef það fer útaf sporinu. Aldrei góð tilfinning.

Svo erum við líka ólík og allavega og ekkert eitt hentar öllum, nema eitt.

Það að koma stjórn á blóðsykurinn gagnast öllum, ég meina öllum og það er einfaldara en þú heldur. Það er ekkert sérstakt mataræði, heldur bara einfaldlega ný nálgun í því hvernig þú raðar saman matnum, hvernig diskurinn þinn lítur út.

Þú notar bara augun og ákveðna hugsun til að raða máltíðunum saman.

Horfðu á diskinn, hvað ertu með þar? Kolvetni? Já, allt í góðu með það, en þá þarftu að klæða kolvetnin í kápu!

Kolvetnakápurnar eru fjórar.

Prótein, fita, grænmeti og trefjar.

Allar mikilvægar, en að mínu mati er best að byrja á próteinkápunni.

Vera viss um að hún sé til staðar.

Svo er um að gera að bæta hinum þremur inn líka.

En alltaf horfa á diskinn og hugsa, hvar er próteinið?

Þetta þarf ekki að vera flóknara og þegar þú ert búin að ná þessari hugsun inn í kjarnann þinn, þá getur þú tæklað allar aðstæður, allstaðar.

Já, líka frí til Ítalíu!

Þarna komum við aftur að fallbyssunni, hún er óþarfi þegar kemur að því að læra að stjórna blóðsykrinum, þú þarft í mesta lagi teygjubyssu á þá mýflugu.

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál