Lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en 25 ára

Vera Wang stillti sér upp á stökkpalli við útisundlaug heimilis …
Vera Wang stillti sér upp á stökkpalli við útisundlaug heimilis síns. Samsett mynd

Það liggur enginn vafi á því að bandaríski fatahönnuðurinn Vera Wang hafi fundið lykilinn að æskubrunninum.

Wang, sem fagnar 75 ára afmæli sínu á komandi vikum, birti myndir af sér við sundlaugarbakkann nú á dögunum og eru fylgjendur hennar gáttaðir á unglegu yfirbragði fatahönnuðarins, en Wang lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en 25 ára. 

Á myndunum er fatahönnuðurinn klæddur í hvítan sundbol, demantskreytta Miu Miu-sandala og með slegið hárið. 

Tímalaust útlit Wang hefur ávallt vakið mikla athygli enda hvorki blettur né hrukka sýnileg á andliti hennar.

Wang hefur reglulega verið spurð út í unglegt útlit sitt og segir alltaf það sama; ræktin, svefn, McDonalds og sultufylltir kleinuhringir á Dunk­in' Donuts.

View this post on Instagram

A post shared by Vera Wang (@verawang)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda