Courtney Cox kom út úr frystinum

Courtney Cox er í dúndurformi.
Courtney Cox er í dúndurformi. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Courtney Cox, best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Monica Geller í gamanþáttaröðinni Friends, leggur ýmislegt á sig til að viðhalda unglegu útliti og góðu líkamsformi.

Cox, sem fagnaði sextugsafmæli sínu fyrr á árinu, birti myndskeið á Instagram-reikningi sínum um helgina þar sem hún gaf skemmtilega innsýn inn í æfingarútínu sína og annað sniðugt sem hún gerir til að halda í hraustleika og unglegt yfirbragð húðarinnar.

Í myndskeiðinu sést Cox meðal annars taka vel á því í ræktarsalnum. Leikkonan leggur mikla áherslu á að virkja ólíka vöðvahópa, styrkja sig og auka þol. Einnig sést Cox ganga út úr frysti, klædd bikiníi, en þar kælir hún líkamann niður að lokinni æfingu. 

Kæling er ævagömul leið til þess að endurnæra líkamann og minnka bólgur og verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál