Nú er eitt vínglas á dag of mikið

Þarf alltaf að vera vín?
Þarf alltaf að vera vín? Ljósmynd/Colourbox

Í gegnum tíðina hafa rannsóknir gefið til kynna að eitt glas af rauðvíni á dag gæti haft jákvæð áhrif á heilsuna. Nú segja vísindin annað.

Nýjasta rannsóknin bendir á töluverða galla sem leyndust í fyrri rannsóknum.

Í fyrri rannsóknum var verið að bera saman fólk sem drakk í hófi við það fólk sem þurfti að hætta að drekka af heilsufarslegum ástæðum eða vegna áfengisfíknar. Sá hópur var því í töluvert lakara ásigkomulagi.

„Með slíkum samanburði lítur fólk sem drekkur í hófi mun betur út heilsufarslega séð en viðmiðunarhópurinn,“ segir Tim Stockwell doktor hjá kanadíska háskólanum Victoria í viðtali við The Times en hann greindi um 107 rannsóknir um áhrif áfengis á heilsu.

„Um leið og fyrrum neytendur áfengis voru teknir úr menginu þá komu engin jákvæð tengsl á milli áfengisneyslu og heilsu. Það er í raun ekkert magn áfengis sem getur talist hollt fyrir mann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda