Grenna skal maga og handleggi til að forðast sjúkdóma

Það þarf að minnka fitu á magasvæðinu ef maður ætlar …
Það þarf að minnka fitu á magasvæðinu ef maður ætlar að forðast sjúkdóma segja vísindamenn. mbl.is/Thinkstockphotos

Það getur verið til margs að vinna að minnka fitu á maga og handleggjum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar minnka líkur á að maður þrói með sér sjúkdóma á borð við Alzheimers og Parkinsons ef maður minnkar magaummálið og byggir upp vöðvamassa. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times en rannsóknin birtist á dögunum í Journal Neurology.

Það hefur verið lengi vitað að tengsl eru á milli ofþyngdar og taugahrörnunarsjúkdóma. En nú fyrst eru vísindamenn að sjá tengsl á milli ákveðinna svæða líkamans og sjúkdómanna. Sé fitusöfnunin mikil á maga og handleggjum þá aukast líkurnar á slíkum sjúkdómum. Líkurnar aftur á móti virðast minnka eftir því sem fólk er sterkara og með meiri vöðvamassa.

„Það getur verið til bóta að miða sérstaklega að því með sértækum æfingum að minnka fitu á þessum svæðum og byggja upp vöðva. Það myndi veita aukna vörn,“ segir Dr. Huan Song frá Sichuan háskólanum í Kína. Best er að lyfta lóðum og forðast mikla kyrrsetu. Þá er mikilvægt að neyta hollrar fæðu. 

„Sjúkdómar eins og Alzheimers og Parkinsons herja á um 60 milljón manns um allan heim. Þessi tala mun bara hækka með árunum. Þess vegna er mikilvægt að bera kennsl á áhættuþætti og bregðast við. Þessi rannsókn varpar ljósi á það hvernig fólk getur lágmarkað líkur sínar á að fá svona sjúkdóma með því að huga að líkamsuppbyggingunni,“ segir Song. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda