Aðeins 2% Íslendinga borða nóg af grænmeti og ávöxtum

Aðeins 2% borðar nóg af grænmeti og ávöxtum á dag.
Aðeins 2% borðar nóg af grænmeti og ávöxtum á dag. Ljósmynd/Unsplash/Getty

Niðurstöður úr landskönnun á mataræði Íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára leiddu í ljós að neysla á grænmeti og ávöxtum hefur minnkað. Einungis 2% þátttakenda í könnuninni, sem framkvæmd var árin 2019 til 2021, náðu ráðlögðum dagsskammti af grænmeti og ávöxtum. 

Samantekt á helstu niðurstöðum könnunarinnar eru aðgengilegar á heimasíðu Háskóla Íslands, en þar kemur fram að mataræði landsmanna hafi tekið þó nokkrum breytingum frá síðustu landskönnun sem var framkvæmd á árunum 2010 til 2011.

Mælt er með að borða að minnsta kosti 500 grömm af grænmeti og ávöxtum á dag, en samanlögð neysla þátttakenda var að meðaltali 213 grömm. Einungis 2% þátttakenda náðu ráðlögðum dagskammti.

Rúmlega fjórðungur þátttakenda náði viðmiðum um neyslu á heilkornavörum (70 grömm á dag). Þá var einnig um fjórðungur þátttakenda sem borðaði grænmetisrétt sem aðalrétt einu sinni eða oftar í viku, og svipaður fjöldi sem borðaði hnetur og/eða fræ. Fram kemur að miðað við ráðleggirnar mættu fleiri neyta þessara matvæla. 

Neysla á ávöxtum og grænmeti minnkaði á milli kannana.
Neysla á ávöxtum og grænmeti minnkaði á milli kannana. Ljósmynd/Unsplash/Olivie Strauss

Neyta minna af fituminni mjólkurvörum

Mjólkurneysla minnkaði á milli kannana á meðan neysla á osti jókst. Þá hafði neysla á nýmjólk aukist frá síðustu könnun á meðan neysla á fituminni mjólkurvörum dróst saman.

Fiskneysla stóð í stað á milli kannanna, en þátttakendur neyddu að meðaltali 315 grömmum á viku og er ráðlagður vikuskammtur 375 grömm. Þá var fiskneysla minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 39 ára og sérstaklega lítil á meðal kvenna í yngsta aldurshópnum, en einungis 1% þeirra náðu ráðlögðum vikuskammti.

Neysla á rauðu kjöti dróst saman um 60 grömm að meðaltali, eða 10%. Þá var meirihlutinn, eða 60% þátttakenda, sem fóru yfir viðmið um hámarksneyslu, sem eru 500 grömm af rauðu kjöti á viku.

Þá minnkaði neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum um 40% á milli kannana á meðan neysla á sykurlausum gos- og svaladrykkjum stóð í stað. Neysla á orkudrykkjum jókst hins vegar frá síðustu könnun.

Aðeins 1% úr yngsta hópi kvenna náði ráðlögðum skammti af …
Aðeins 1% úr yngsta hópi kvenna náði ráðlögðum skammti af fiski á viku. Ljósmynd/Unsplash/Curated Lifestyle

Neysla kolvetna minnkaði á meðan fitan jókst

Þegar kemur að orkugjöfum þá leiddu niðurstöður í ljós litlar breytingar á próteinneyslu sem var rífileg, eða um 18% af heildarorku að meðaltali, en ráðlögð neysla er 10-20%. Hlutfall fitu af heildarorku jókst hins vegar úr 36% í 41%, og hlutfall mettaðrar fitu fór úr 14% í 16% en hún ætti að jafnaði ekki að fara yfir 10% af heildarorku.

Hlutfall kolvetna af heildarorku minnkaði úr 42% í 37% að meðaltali, en ráðlögð neysla er 45-60%. Þá minnkaði trefjaneysla um 6% frá síðustu könnun og er nú tæplega 16 grömm á dag, en ráðlagður dagskammtur er hins vegar að minnsta kosti 25 grömm á dag. 

Þá minnkaði hlutfall af viðbættum sykri úr 9% í 7%, en neyslan var mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem fjórðungur fór yfir ráðleggignar um að viðbættur sykur eigi að gefa minna en 10% af heildarorkunni.

Kolvetnaneysla minnkaði á milli kannana og það sama má segja …
Kolvetnaneysla minnkaði á milli kannana og það sama má segja um trefjaneyslu. Ljósmynd/Unsplash/Tara Evans
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál