Svona er morgunrútínan hjá Kleina

Kristján Einar Sigurbjörnsson er búinn að finna morgunrútínu sem gefur …
Kristján Einar Sigurbjörnsson er búinn að finna morgunrútínu sem gefur honum jákvæða orku út í daginn. Samsett mynd

Góð rútína getur auðveldað lífið. Það veit Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, en hann afhjúpaði á dögunum morgunrútínu sína á Instagram. 

Kleini hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu ár ásamt unnustu sinni, Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, en hann ákvað fyrir rúmu ári síðan að loka á alla miðla sína þar sem þeir væru of tímafrekir. Hann sneri svo aftur á samfélagsmiðla í síðasta mánuði eftir 376 daga hlé og hefur verið duglegur að deila ýmsu efni síðan. 

Byrjar alla morgna eldsnemma

Morgnarnir byrja snemma hjá Kleina, en hann vaknar klukkan 05:00 og leggur áherslu á að morgnarnir séu símalausir. Því næst fer hann í kalt bað og hugleiðir. 

Kleini segist einnig notast við svokallað „manifest“, en margir gera það með því að skrifa niður í bækur eða stunda einhversskonar íhugun í átt að markmiðum sínum. 

Því næst tekur Kleini upp bók og les 25 blaðsíður áður en hann fær sér morgunmat. Þegar hann hefur lokið við morgunmatinn er ferðinni svo heitið á æfingu. Kleini segir þessa morgunrútínu gera það að verkum að hann fari út í daginn fullur af orku og jákvæðni.

Kleini deildi morgunrútínu sinni á Instagram.
Kleini deildi morgunrútínu sinni á Instagram. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda