Er hægt að losna við misheppnaðar varafyllingar?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Eysteinsdóttir húð- og kynsjúkdómalæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort það sé hægt að leysa upp varafyllingar.

Sæl Jenna Huld

Mér finnst ég vera með of mikið magn af fylliefnum í vörunum og vil því athuga með að láta leysa þau upp. Hvernig er það gert, er allt fjarlægt og fá varirnar upprunalegt útlit?

Kveðja,

BL

Sæl og blessuð.

Þetta er vaxandi vandamál í dag og alltaf að verða algengara og algengara að konur (og menn) vilji láta fjarlægja fylliefni. Það er hægt með því að sprauta lyfi sem heitir hyelasi í fylliefnið.

Þetta er lyfseðilskylt lyf og því einungis á höndum lækna að nota það enda getur það valdið ofnæmisviðbrögðum og þá er eins gott að vera undir réttum höndum.

Ofnæmisviðbrögðin eru sjaldgæf en þau eru algengari gegn þessu lyfi en fylliefnunum sjálfum. Við á Húðlæknastöðinni leysum yfirleitt fylliefni í vörum í blokkdeyfingu þar sem það getur verið mjög sársaukafullt.

Það fer svo eftir gæðum fylliefnanna hve oft þarf að leysa upp efnið. Ef fylliefnið er þykkt og lélegt þá þarf oft að leysa það upp þrisvar sinnum. Ef fylliefnið er af góðum gæðum þá næst oft að leysa það upp í einni tilraun. Það er svo hægt að setja aftur fylliefni ef þess er óskað en þá þarf að fara mjög varlega með valið á efinu þar sem það liggur fyrir aukin áhætta á að það flæði út fyrir varirnar ef það hefur gerst áður. Oftast kemur það mjög fallega út og því vel hægt að laga illa gerðar varir.

Gangi þér vel!

Jenna Huld Eysteinsdóttir,

Húð- og kynsjúkdómalæknir, MD, PhD Húðlæknastöðin

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda