Góð ráð fyrir unga og viðkvæma húð

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá móður táningsdrengs sem vill fá upplýsingar um bestu hreinsivörurnar.

Sæl Jenna

Sonur minn er að verða 13 ára á árinu og húðin hans er að breytast og farnar að koma litlar hormónabólur. Mig langaði til að forvitnast hvað væri best að nota til að hreinsa húðina? Mig langar ekki að hann noti hvað sem er fyrir svona unga og viðkvæma húð sem er enn að þroskast.

Bestu kveðjur,

Komið þið sæl, mæðgin.

Það er mjög eðlilegt að 13 ára drengur sé farinn að fá fílapensla og bólur þar sem androgen-hormónin hækka í kynþroskanum og húðin verður meira olíukennd. Sem betur fer kemst aftur jafnvægi á þetta en það getur tekið nokkur ár. Það er margt hægt að gera til að halda bólusjúkdómnum niðri.

Hér koma nokk­ur góð ráð húðlækn­is:

  • Komdu því inn í rútín­una þína að nota sól­ar­vörn dag­lega eða dag­krem með sól­ar­vörn.
  • Passaðu þig á að kaupa sól­ar­vörn sem er ætluð fyr­ir and­lit og forðastu feit­ar sól­ar­varn­ir með olíu því þær eiga það til að stífla kirtla og jafn­vel valda ból­um.
  • Þrífðu andlitið kvölds og morgna því sviti, húðfita, óhreinindi og mengun ýta undir að svitaholur og kirtlar lokist. Notaðu þá gjarnan húðhreinsa sem innihalda salicýlsýru, glycolicsýru eða aðrar ávaxtasýrur en sýrurnar hjálpa til við að fjarlægja dauðar húðfrumur og húðfitu og halda kirtlunum opnum og hreinum.
  • Notaðu krem sem innihalda retinóíða. Retinóíðar hafa margvísleg áhrif á húðina m.a. að minnka fitumyndun og minnka áberandi svitaholur eða fitukirtla. Auk þess eru retinóíðar kjörmeðferð við bólum og hrukkum og örva kollagen-nýmyndun í húð. Hægt er að kaupa væg retinól án lyfseðils en ef þau duga ekki til þá þarf að fá lyfseðil fyrir Differin-geli eða Tretinoin-kremi hjá heimilislækninum þínum eða hjá húðlækni.

Gangi ykkur vel!

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni og Húðvaktinni.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda