„Við finnum mikinn áhuga á íslenskum hráefnum“

Katrín Amni Friðriksdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Iceherbs og Protis.
Katrín Amni Friðriksdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Iceherbs og Protis.

Katrín Amni Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Iceherbs og Protis, er stödd í Barcelona þar sem hún kynnir íslensk vítamín á Vitafoods Europe sem er ein stærsta fæðubóta-og náttúruvörusýning heims í dag. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að þetta sé stórt skref fyrir fyrirtækið. 

Iceherbs byggir á íslenskum jurtum og náttúrulegum innihaldsefnum, en Protis er ný, hrein vítamín- og kollagenlína sem leggur áherslu á gæði og virkni.

Allt kollagenið í Protis-vörunum kemur frá Nordwell, íslenskum framleiðanda sem einnig er á sýningunni að kynna hágæða kollagen unnið í hátækniverksmiðju á Íslandi.

„Það er virkilega jákvætt að fleiri íslensk fyrirtæki séu farin að vinna saman á erlendum vettvangi,“ segir Katrín Amni og bætir við:

„Við finnum mikinn áhuga á íslenskum hráefnum og vörumerkjum sem leggja áherslu á gæði, gagnsæi og uppruna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda