Holli morgunmaturinn hennar Magneu slær í gegn

LXS-skvísan Magnea Björg.
LXS-skvísan Magnea Björg. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan, Magnea Björg Jónsdóttir, deildi á TikTok uppskrift að uppáhaldsmorgunmatnum sínum sem hún hvetur alla til að prófa.

Magnea segist hafa borðað þennan morgunmat reglulega síðustu þrjá mánuði, enda sé hann einfaldur í undirbúningi, ljúffengur og einstaklega hollur. Skammturinn inniheldur aðeins 290 kaloríur með 26 grömmum af próteini, 34 grömmum af kolvetnum, 15 grömmum af trefjum og 5 grömm af fitu.

Morgunmatur Magneu

  • 10 g saxaðar döðlur

  • Fersk bláber

  • 50 g AB-mjólk

  • 40 g möndlumjólk

  • Smá síróp

  • 20 g All-Bran morgunkorn

  • Próteinduft (ein skeið)

Aðferð: 

  1. Helltu möndlumjólkinni í krukku og hrærðu próteinduftinu saman við.
  2. Bættu svo AB-mjólkinni og bláberjunum út í, ásamt söxuðum döðlum, smá sírópi og að lokum All-Bran morgunkorninu.
  3. Njóttu svo af bestu lyst!

Hér að neðan má sjá myndskeiðið hennar Magneu sýna frá morgunmatnum.

@maggabagga Fæ mér millimál líka fyrir hádegismatinn en mæli svo mikið með þessum morgunmat! Getið auðvitað stækkað uppskriftina ef þið viljið sleppa millimáli🤍 #íslenskt #fyp #fyrirþig #healthy ♬ original sound - Magnea Björg Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda