Notar brjóstamjólk sem hluta af húðrútínunni

Áhrifavaldurinn Quenlin Blackwell notar brjóstamjólk systur sinnar í húðumhirðu.
Áhrifavaldurinn Quenlin Blackwell notar brjóstamjólk systur sinnar í húðumhirðu. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Quenlin Blackwell notar brjóstamjólk frá systur sinni sem hluta af húðumhirðu sinni.

Hin bandaríska Quenlin Blackwell öðlaðist vinsældir í gegnum smáforritin Vine og TikTok. Blackwell er einnig góð vinkona heimsfrægu söngkonunnar Charli XCX.

Blackwell sagði fylgjendum sínum frá því að hún hefði síðastliðin fimm ár keypt brjóstamjólk af systur sinni fyrir böð og andlitsgrímur. Hún segir að fylgjendur hennar skuli ekki vanmeta þessa töfralausn fyrir húðina.

Húðlæknirinn Dr. Naana Boakye segir að þó svo að notkun brjóstamjólkur í húðumhirðu virðist óvenjuleg þá innihaldi hún fjölda næringarefna sem geta verið gagnleg fyrir útlit húðarinnar. Brjóstamjólk inniheldur til dæmis A- og E-vítamín sem geta róað og verndað húðina. Hún inniheldur einnig fitusýrur eins og palmitínsýru og olíusýru sem hjálpa til við að gefa húðinni raka og styrkja hana.

Dr. Boakye segir þó að brjóstamjólk sé ekki staðgengill fyrir húðvörur sem hafa verið prófaðar af húðlæknum, sérstaklega ef það er verið að meðhöndla ákveðin húðvandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda