Narsissíska foreldra skortir gjarnan samkennd, bjóða aðeins skilyrta ást og ætlast til að börnin læri að aðlaga sig að því skapi sem þeir eru í. Þegar börn alast upp við slíkar aðstæður verða þau sífellt á varðbergi tilfinningalega og gjörn á að leiðrétta sig til að varðveita jafnvægið á heimilinu.
Einstaklingur sem elst upp við narsissisma finnst hann oft hunsaður og er gjarn á að hleypa öðrum narsissistum inn í líf sitt síðar á ævinni. Það getur tekið hann áratugi að horfast í augu við og viðurkenna vandamálið.
Staðan er þó ekki vonlaus og með mikilli sjálfsvinnu geta einstaklingar sem alast upp við narsissisma fundið til seiglu, samkenndar og innri styrks. Hegðunarmynstrið sem einstaklingurinn mótar í æsku getur ýtt undir viljann til sjálfsvirðingar og hjálpað viðkomandi að setja mörk síðar í lífinu.
Í tímaritinu Psychology Today segir Dr. Tchiki Davis að ein stærsta „gjöf“ narsissískra foreldra til barna sinna er tilfinningaleg vitund. Þar sem börnin læra að vera stöðugt að lesa í líðan foreldra sinna þróa þau með sér einstakan hæfileika til að setja sig í spor annarra. Önnur „gjöf“ sem börn með narsissíska foreldra fá er sjálfstæði.
„Og hjá sumum börnum narsissískra foreldra getur sköpunargáfan blómstrað.“ segir Dr. Davis. Með smá stuðningi ná þau oft betri tökum á innsæinu og ímyndunaraflinu sem ryður veginn fyrir framtíðarlistsköpun eins og ritstörf eða myndlist.