Birgitta Líf er stoltur pasta-„lover“

Birgitta Líf Björnsdóttir hugsar vel um heilsuna.
Birgitta Líf Björnsdóttir hugsar vel um heilsuna.

Birgitta Líf er markaðs- og samfélagsmiðlastjóri hjá World Class og Laugum Spa, eigandi skemmtistaðarins Bankastræti, íþróttakona og áhrifavaldur. Hún er dugleg að sýna frá æfingum og heilbrigðum lífsstíl á samfélagsmiðlum en fjölbreyttar æfingar eru hennar helstu áhugamál. Í viðtali við Heilsublað Nettó segir hún frá hvernig hún talar um heilsuna. 

Hver er þín uppskrift að góðum degi?

„Góður dagur inniheldur án nokkurs vafa æfingu eða hreyfingu af einhverju tagi. Ég fann vel fyrir því í sumar þegar æfingar voru á hliðarlínunni vegna anna við önnur verkefni hvað ég saknaði þess að komast aftur í góða æfingarútínu.

Í minni uppskrift að góðum degi er æfing, vinna, samvera með fjölskyldu og vinum og auðvitað góður matur. Ég æfi worldfit flesta daga vikunnar og reyni að mæta allavega einu sinni í viku á morgunæfingu fyrir vinnu því það er svo gott að eiga „frí“ um eftirmiðdaginn – en á móti kemur að ég er ekki mikil morgunmanneskja svo morgunæfingar eru ekki fastur liður. Flesta daga fer ég á æfingu beint eftir vinnu en það kemur einnig fyrir að ég hoppi í hádegishléinu.

Auk worldfit mæti ég í opna tíma í World Class þar sem hotfit í innrauðum sal er í uppáhaldi en mér finnst líka gott að fara stundum ein á cardio-tækin með góða tónlist eða hlaðvarp í eyrunum. Svo kemur fyrir að ég detti inn í danstíma á kvöldin hjá DWC. Það var eitt af markmiðum mínum þetta árið að leggja rækt við dansáhugamálið en ég æfði dans frá þriggja ára aldri.“

Hver er þín uppáhaldsfæða/fæðutegundir?

„Ég er stoltur pasta-„lover“. Annars er ég mikill matgæðingur og reyni að borða fjölbreytta fæðu.“

Hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá þér á Heilsudögum Nettó?

„MUNA-vörurnar eru allar frábærar og í miklu úrvali. Það er tilvalið að birgja sig upp af höfrum, fræjum, hnetusmjöri, hunangi og fleiri „nauðsynjavörum“ til að eiga inni í skáp.“

Hvað gerir þú til að halda þér í góðu formi? Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem vilja koma sér upp góðri rútínu hvað varðar líkamlegt og andlegt heilbrigði; hvert er fyrsta skrefið í átt að bættum lífsstíl?

„Fyrir mér er gott form að vera í góðu jafnvægi bæði andlega og líkamlega. Til að halda því reyni ég að skipuleggja mig vel, næra mig vel, gefa mér tíma fyrir æfingar jafnt sem slökun og „self-care“ og er dugleg að efla tengslin við fólkið mitt.“

Hvernig er æfingarútínan þín og hvenær/hvernig finnst þér best að æfa? „Ég æfi á mismunandi tímum og á frekar auðvelt með að aðlaga æfingatímann dagskránni minni hverju sinni. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að æfa með vinkonum mínum en þær hafa einnig allar mjög fjölbreytta dagskrá og við reynum að skipuleggja okkur til að komast sem oftast saman á æfingar. Skipulag, markmið og eitt skref í einu. Þú þarft að finna út hvert þitt persónulega markmið er og gera raunhæft plan til að vinna að því. Ef það er t.d. að byrja að mæta á æfingar þá væri fyrsta skrefið fyrir mig að finna út hvaða æfingar/tíma mig langar að fara í, skrá mig í tíma og mæta á staðinn. Út frá því verður auðveldara að mæta næst og svo styður þetta hvort við annað, andlegt og líkamlegt heilbrigði. Ég get staðhæft að ég hef aldrei séð eftir að mæta á æfingu þrátt fyrir að hafa þurft að hafa mikið fyrir því að koma mér af stað. Manni líður betur eftir á, sérstaklega andlega.“

Áttu þér uppáhaldsuppskrift að hollum rétti sem þú vilt deila með lesendum?

„Græni heilsudrykkurinn sem er á matseðli í Laugum Café er minn „go to“ þegar ég vil fá mér eitthvað sérstaklega hollt og gott. Ég bæti vanilluprótíni við sem gerir hann extra sætan og kremaðan:

100 g frosið mangó, 50 g spínat, 20 g engiferrót, 20 g sellerí, 230 ml pressuð epli, 30 g kollagenduft og 30 g vanilluprótín.

Allt nema prótínið sett í blandara og þeytt saman. Prótíni bætt við í lokin og hrært stutt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál