Fanney hatar að brjóta saman sokka

Fanney Ingvarsdóttir.
Fanney Ingvarsdóttir.

Fanney Ingvarsdóttir, fyrrverandi flugfreyja og nemi í stafrænni markaðsfræði og tveggja barna móðir, vill hafa hreint í kringum sig. Hún deildi sínum þrifarútínu í Heilsublaði Nettó: 

Hvað er heimilið fyrir þér?

„Heimilið er griðastaður fjölskyldunnar. Hér finnst mér mikilvægt að sé góð orka og að öllum, heimilisfólki og gestum, líði vel. Okkur líður best þegar heimilið er hreint og fínt. Því er mikilvægt að reyna að halda því þannig eftir bestu getu.“

Hvað skiptir þig mestu máli varðandi umgengni á heimilinu?

„Að allir hjálpist að svo að verkin lendi ekki öll á einum aðila.“

Taka börnin þátt í heimilisstörfunum?

„Mér finnst mjög mikilvægt að þau taki þátt frá unga aldri. Mitt markmið að kynna þau fyrir heimilisstörfum snemma og reyna að búa til skemmtilegar samverustundir í kringum heimilisstörfin. Börnin mín eru hinsvegar enn það ung að við höfum ekki búið til sérstaka rútínu ennþá. Ég reyni að sýna þeim, og þá aðallega dóttur minni sem er að verða 5 ára, heimilisstörfin með skemmtilegum hætti. Henni þykir til dæmis ótrúlega gaman að hjálpa til við að hengja upp og brjóta saman þvottinn og ég býð henni að taka þátt í því. Úr verður oft notaleg og dýrmæt mæðgnastund.“

Ertu með einhverja sérstaka hreingerningarrútínu?

„Ég get ekki sagt að það sé ákveðin rútína á okkar heimili. Við reynum eftir bestu getu að þrífa jafn óðum en auðvitað tekst það ekki alltaf. Stundum myndast hrúgur af hreinum þvotti sem þarf svo að mana sig upp í að brjóta saman. Það er bara eins og það er.“

Hvaða heimilisstörfum sinnir þú daglega og hvaða vörur notar þú í þau störf?

„Daglega set ég í þvottavél og þurrka af borðum eftir matartímann. Ryksugan er heldur aldrei langt undan með tvö börn á heimilinu. Ég nota Laundry Liquid Sensitive þvottalöginn fyrir börnin og Laundry Liquid Lavender þvottalöginn fyrir annan þvott heimilisins. Multi-Surface and Glass Cleaner glerúðinn og sótthreinsispreyin frá Sonett eru mér svo til halds og trausts í að þurrka af öllu. Þau þrífa vel og skilja eftir dásamlegan ilm.“

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?

„Ég held ég verði að segja að setja hreint á rúmin og brjóta saman sokka. Mér finnst auðvitað fátt jafn notalegt og að leggjast upp í tandurhreint rúm. Mér þykir ekkert leiðinlegt að kippa óhreinum rúmfötum af og skella í vél en einhverra hluta vegna er það allt annar handleggur að setja utan um sængurnar á ný. Mér finnst heldur ekkert leiðinlegt að brjóta saman þvott almennt en að brjóta saman sokka er allt annað mál.“

Þrífurðu extra vel fyrir hátíðar?

„Já og nei. Það hefur aldrei verið ákveðin jólahreingerning á okkar heimili en mér þykir líklegt að það verði að hefð fyrir hátíðarnar þegar börnin verða eldri. Við höfum þó alltaf hreint og fínt hjá okkur en það er meira gert jafn óðum. Kannski þrífum við örlítið betur fyrir jólin en á öðrum tímum.“

Hver er uppáhaldshreinsivaran þín í augnablikinu?

„Þær eru nokkrar. Þvottaefnin þykja mér æðisleg, Laundry Liquid Lavender og Laundry Liquid Sensitive. „Heilaga spreyþrennan“ frá Sonett er í daglegri notkun á mínu heimili, svo ég verð að nefna hana, þ.e. sótthreinsispreyið, gler- og alhreinsispreyið og baðherbergisspreyið. Bleikiefnið eða Bleach Complex and Stain Remover frá Sonett er líka frábær vara fyrir hvítan þvott að mínu mati. Það virkar á erfiða bletti og heldur hvíta litnum í fatnaði og rúmfötum.

Hvert er besta hreingerningarráðið sem þú hefur fengið?

„Að spreyja sótthreinsispreyinu frá Sonett reglulega yfir dýnur og rúmföt heimilisins. Ég geri það alltaf þegar ég skipti um á rúmum og einnig þess á milli. Það sótthreinsar og gefur ferskan ilm. Dásamlegt alveg.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál