Glæsilegt 500 fermetra einbýli í Reykjavík

Allar innréttingar voru teiknaðar af Hallgrími Friðgeirssyni og smíðaðar hjá …
Allar innréttingar voru teiknaðar af Hallgrími Friðgeirssyni og smíðaðar hjá TH innréttingum. Ómar Óskarsson

Í einu af úthverfum Reykjavíkur hefur íslensk fjölskylda komið sér fyrir í 500 fermetra húsi. Húsið var byggt á árunum 2007 og 2008.

Sérstaklega var vandað til verka. Innanhúsarkitektinn Hallgrímur Friðgeirsson hannaði húsið að innan en húsið sjálft var hannað af Krark ehf. Ekki hægt að segja annað en það hafi heppnast vel.

Hnotuparket og kalksteinn spila fallega saman á móti innréttingum sem eru bæði sprautulakkaðar hvítar og úr dökkri bæsaðri eik. Í húsinu var lagt mikil áhersla á góða hljóðvist og fallega lýsingu, hátt er til lofts og vítt til veggja.

Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er eldhús, stofa, inngangur, vinnuherbergi og sjónvarpsherbergi. Á neðri hæðinni er hjónaherbergi með stóru fataherbergi og baðherbergi ásamt líkamsræktarherbergi. Í hinum enda neðri hæðarinnar er bílskúr, barnaherbergi, baðherbergi barnanna og stórt herbergi með sér baðherbergi og lítilli eldhússinnréttingu.

Eldhúsið flæðir inn í borðstofuna en veggur með arin skilur að stofu og borðstofu. Eldhúsinnréttingin var teiknuð af Hallgrími Friðgeirssyni ásamt öðrum innréttingum í húsinu. Innréttingarnar voru smíðaðar hjá TH innréttingum.

Inn af hjónaherberginu er sér baðherbergi. Takið eftir glerveggnum sem …
Inn af hjónaherberginu er sér baðherbergi. Takið eftir glerveggnum sem stúkar baðherbergi og hjónaherbergi. Ómar Óskarsson
Það kemur vel út að láta innréttingarnar flæða á milli …
Það kemur vel út að láta innréttingarnar flæða á milli herbergja. Ómar Óskarsson
Innréttingin er úr bæsaðri eik. Öll blöndunartæki eru frá Ísleifi …
Innréttingin er úr bæsaðri eik. Öll blöndunartæki eru frá Ísleifi Jónssyni. Ómar Óskarsson
Fataherbergi hjónanna er rúmgott.
Fataherbergi hjónanna er rúmgott. Ómar Óskarsson
Fataherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi eru samtengd.
Fataherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi eru samtengd. Ómar Óskarsson
Barnaherbergin eru með innbyggðu skrifborði og nóg af hillum.
Barnaherbergin eru með innbyggðu skrifborði og nóg af hillum. Ómar Óskarsson
Mikið var lagt í stigann á milli hæðanna.
Mikið var lagt í stigann á milli hæðanna. Ómar Óskarsson
Baðherbergi barnanna er fallega innréttað.
Baðherbergi barnanna er fallega innréttað. Ómar Óskarsson
Svona lítur stiginn út á efri hæðinni.
Svona lítur stiginn út á efri hæðinni. Ómar Óskarsson
Fataherbergi barnanna rúmast vel.
Fataherbergi barnanna rúmast vel. Ómar Óskarsson
Sófarnir í stofunni voru sérsmíðaðir hjá GÁ húsgögnum.
Sófarnir í stofunni voru sérsmíðaðir hjá GÁ húsgögnum. Ómar Óskarsson
Í loftinu eru bitar sem eiga að tryggja góða hljóðvist …
Í loftinu eru bitar sem eiga að tryggja góða hljóðvist í húsinu. Ómar Óskarsson
Það er vel hægt að spegla sig á gestabaðinu.
Það er vel hægt að spegla sig á gestabaðinu. Ómar Óskarsson
Stofan, eldhúsið og borðstofan eru stúkuð af með arinvegg.
Stofan, eldhúsið og borðstofan eru stúkuð af með arinvegg. Ómar Óskarsson
Eldhúsið er stílhreint og smart. Hillurnar við endavegginn lífga upp …
Eldhúsið er stílhreint og smart. Hillurnar við endavegginn lífga upp á eldhúsið. Ómar Óskarsson
Stór búrskápur er á veggnum sem rúmar allt það sem …
Stór búrskápur er á veggnum sem rúmar allt það sem fólk vill ekki hafa á borðinu eins og brauðrist og hrærivél. Ómar Óskarsson
Horft úr borðstofunni inn í eldhús.
Horft úr borðstofunni inn í eldhús. Ómar Óskarsson
Það er fallegt útsýni úr borðstofunni því gluggarnir ná alveg …
Það er fallegt útsýni úr borðstofunni því gluggarnir ná alveg niður í gólf. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál