T-laga veggur breytti heimilinu

Innréttingin er frá HTH og smíðað var í kringum hana. …
Innréttingin er frá HTH og smíðað var í kringum hana. Efriskápurinn í eldhúsinu er sérsmíði. Eggert Jóhannesson

Í einu af betri hverfum borgarinnar býr fjögurra manna fjölskylda í huggulegri fjögurra herbergja íbúð. Íbúðin var byggð árið 2004 og völdu húsráðendur allar innréttingar inn í íbúðina. Á gólfunum er eikarparket og fataskápar og innihurðar í sama við. Þegar fjölskyldan flutti inn var stofan, eldhúsið, borðstofan og herbergisgangurinn í einu rými. Húsmóðirin á heimilinu vildi ekki ákveða strax hvernig íbúðin yrði stúkuð niður og ákváðu þau að búa í íbúðinni í svolítinn tíma áður en framhaldið væri ákveðið.

Til að brjóta rýmið upp leituðu þau til Kristínar Brynju Gunnarsdóttur innanhúsarkitekts. Hún hannaði glæsilegan vegg sem stúkar rýmið af þannig að öll svæði njóti sín sem best og sem best nýting væri í öllum rýmum.

Veggurinn, sem er í T-laga, hefur þríþætta nýtingu. Við ganginn lét Kristín Brynja útbúa bekk með skúffum og svo var sett pulla ofan á. Á vegginn var settur spegill og veggljós.  Þetta er ekki bara fallegt heldur ákaflega praktískt. Á vegginn í svefnherbergisálmunni setti Kristín Brynja veglega skrifstofuaðstöðu með stóru skrifborði og efri skápum. Það er því hægt að loka alla pappíra inni í skáp. Í stofunni kemur veggurinn vel út því þar voru settar hillur sem fara vel á veggnum.

Húsmóðirin segir að veggurinn hafi gjörbreytt stemningunni á heimilinu.

T-laga veggurinn í forgrunni. Þegar gengið er inn í íbúðina …
T-laga veggurinn í forgrunni. Þegar gengið er inn í íbúðina tekur bekkurinn við. Húsráðendur létu sérsmíða pullu ofan á bekkinn. Púðarnir eru úr Habitat. Eggert Jóhannesson
Horft á vegginn úr stofunni. Hægt er að ganga í …
Horft á vegginn úr stofunni. Hægt er að ganga í kringum hann og veggurinn nær ekki upp í loft. Eggert Jóhannesson
Á svefnherbergisganginum er vönduð skrifborðsaðstaða og gott skáppláss.
Á svefnherbergisganginum er vönduð skrifborðsaðstaða og gott skáppláss. Eggert Jóhannesson
Eikarhillurnar rúmast vel í stofunni.
Eikarhillurnar rúmast vel í stofunni. Eggert Jóhannesson
Í eldhúsinu er feluskot þar sem matareiðslubækurnar eru geymdar ásamt …
Í eldhúsinu er feluskot þar sem matareiðslubækurnar eru geymdar ásamt blandaranum. Eggert Jóhannesson
Stofan er hlýleg og falleg. Sófarnir eru úr Tekk Company …
Stofan er hlýleg og falleg. Sófarnir eru úr Tekk Company en púðarnir og teppið eru úr Habitat. Eggert Jóhannesson
Stofan er fjölskylduvæn og hlýleg.
Stofan er fjölskylduvæn og hlýleg. Eggert Jóhannesson
Horft úr eldhúsinu inn í stofu.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu. Eggert Jóhannesson
Klukkan er úr Saltfélaginu og kaffikannan er frá Stelton og …
Klukkan er úr Saltfélaginu og kaffikannan er frá Stelton og kemur úr Epal. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál