T-laga veggur breytti heimilinu

Innréttingin er frá HTH og smíðað var í kringum hana. ...
Innréttingin er frá HTH og smíðað var í kringum hana. Efriskápurinn í eldhúsinu er sérsmíði. Eggert Jóhannesson

Í einu af betri hverfum borgarinnar býr fjögurra manna fjölskylda í huggulegri fjögurra herbergja íbúð. Íbúðin var byggð árið 2004 og völdu húsráðendur allar innréttingar inn í íbúðina. Á gólfunum er eikarparket og fataskápar og innihurðar í sama við. Þegar fjölskyldan flutti inn var stofan, eldhúsið, borðstofan og herbergisgangurinn í einu rými. Húsmóðirin á heimilinu vildi ekki ákveða strax hvernig íbúðin yrði stúkuð niður og ákváðu þau að búa í íbúðinni í svolítinn tíma áður en framhaldið væri ákveðið.

Til að brjóta rýmið upp leituðu þau til Kristínar Brynju Gunnarsdóttur innanhúsarkitekts. Hún hannaði glæsilegan vegg sem stúkar rýmið af þannig að öll svæði njóti sín sem best og sem best nýting væri í öllum rýmum.

Veggurinn, sem er í T-laga, hefur þríþætta nýtingu. Við ganginn lét Kristín Brynja útbúa bekk með skúffum og svo var sett pulla ofan á. Á vegginn var settur spegill og veggljós.  Þetta er ekki bara fallegt heldur ákaflega praktískt. Á vegginn í svefnherbergisálmunni setti Kristín Brynja veglega skrifstofuaðstöðu með stóru skrifborði og efri skápum. Það er því hægt að loka alla pappíra inni í skáp. Í stofunni kemur veggurinn vel út því þar voru settar hillur sem fara vel á veggnum.

Húsmóðirin segir að veggurinn hafi gjörbreytt stemningunni á heimilinu.

T-laga veggurinn í forgrunni. Þegar gengið er inn í íbúðina ...
T-laga veggurinn í forgrunni. Þegar gengið er inn í íbúðina tekur bekkurinn við. Húsráðendur létu sérsmíða pullu ofan á bekkinn. Púðarnir eru úr Habitat. Eggert Jóhannesson
Horft á vegginn úr stofunni. Hægt er að ganga í ...
Horft á vegginn úr stofunni. Hægt er að ganga í kringum hann og veggurinn nær ekki upp í loft. Eggert Jóhannesson
Á svefnherbergisganginum er vönduð skrifborðsaðstaða og gott skáppláss.
Á svefnherbergisganginum er vönduð skrifborðsaðstaða og gott skáppláss. Eggert Jóhannesson
Eikarhillurnar rúmast vel í stofunni.
Eikarhillurnar rúmast vel í stofunni. Eggert Jóhannesson
Í eldhúsinu er feluskot þar sem matareiðslubækurnar eru geymdar ásamt ...
Í eldhúsinu er feluskot þar sem matareiðslubækurnar eru geymdar ásamt blandaranum. Eggert Jóhannesson
Stofan er hlýleg og falleg. Sófarnir eru úr Tekk Company ...
Stofan er hlýleg og falleg. Sófarnir eru úr Tekk Company en púðarnir og teppið eru úr Habitat. Eggert Jóhannesson
Stofan er fjölskylduvæn og hlýleg.
Stofan er fjölskylduvæn og hlýleg. Eggert Jóhannesson
Horft úr eldhúsinu inn í stofu.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu. Eggert Jóhannesson
Klukkan er úr Saltfélaginu og kaffikannan er frá Stelton og ...
Klukkan er úr Saltfélaginu og kaffikannan er frá Stelton og kemur úr Epal. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

HönnunarMars í Epal

15:00 Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

12:00 Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

09:00 „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

06:00 Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

Í gær, 23:59 Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

í gær Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

í gær Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

í gær Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

í gær Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

í gær Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

í fyrradag Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

17.3. Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

17.3. Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

17.3. Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

16.3. Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

17.3. Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

17.3. Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

17.3. Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Fólk í samböndum líklegra til að fitna

16.3. Vísindin hafa staðfest það sem fólk hefur langi haldið, að fólk fitni í samböndum. Þeir einhleypu eru undir meiri pressu að líta vel út. Meira »
Meira píla