Sögu Garðarsdóttur langar að leika Annie Mist

Saga Garðarsdóttir.
Saga Garðarsdóttir. Sigurgeir Sigurðsson

Saga Garðarsdóttir er vafalítið upprennandi stjarna í íslensku menningarlífi en hún er á lokaári sínu sem leiklistarnemi við Listaháskóla Íslands. Saga tekur þátt í uppfærslum Nemendaleikhússins í vetur og verður fyrsta verkið, Á botninum eftir Maxim Gorky, í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar frumsýnt í Smiðjunni á föstudag.

Aðrir leikarar eru Hjörtur Jóhann Jónsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Olga Sonja Thorarensen, Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ármannsson, Sara Margrét Nordahl, Sigurður Þór Óskarsson, Snorri Engilbertsson og Tinna Sverrisdóttir.

Finnur sló á þráðinn til Sögu og fékk að heyra hvernig óskalistinn hennar lítur út:

Draumastarfið?„Mögulega að leika í bíómynd um líf Annie Mistar og verða í leiðinni massaðri og ríkari en hún. Annars væri líka frábært að leika ómassað og efnalítið fólk með skapandi og gáfuðu fólki og finna í leiðinni upp nýja liststefnu. Mér þætti einnig gaman að skrifa bók, vera í hljómsveit og fá nóbelsverðlaun.“

Versta vinnan? „Ég þurfti stundum að vera í miðasölu fyrir fótboltaleiki hjá karlaliði KR þegar ég var yngri. Ég hélt með ÍA, hafði lítið gaman af hroka eða Bubba svo þetta var mjög andlega krefjandi. Ekki var það skárra að ég var alla tíð mjög viss um að launin mín rynnu ekki til okkar stelpnanna heldur færu beint í krúttlega karladjammsjóðinn og væru notuð til að kaupa kókosbollur og kellingar.“

Draumabíllinn? „Það væri svona gamall og grænn pulsusportbíll. Honum þyrfti að sjálfsögðu að fylgja ökupróf, já og regnhlíf.“

Hvað vantar á heimilið? „Mig vantar fyrst og fremst heimili undir hlutina mína svo ef þið eruð að leita eftir ábyrgðarfullum og reyklausum leigjanda sem kann minnst sex brandara þá er ég við símann núna. Annars væri gott að eignast ryksugu- og skúringarvélmenni til að létta mér lífið, chasew-hnetutré til að auka hamingju mínu og nuddara til að veita mér líkamlega fullnægju í efri búk.“

Hvað langar þig í? „Ég var að eignast iPhone svo núna finnst mér ég ekki geta beðið um neitt meira nema kannski kærleika, hlýhug og umhyggju. Ég held samt að ég geti hlaðið niður þannig appi á símann eða í versta falli krúttlegri mynd af bangsa í kattarbúningi.“

Hvað er best heima?„Uppáhaldsstaðurinn minn er faðmur foreldra minna og skemmtilegast þykir mér að drekka te með þeim og sofa svo út.“

Saga.
Saga. Sigurgeir Sigurðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál