Gatan mín Fálkagata í Reykjavík: Prentarinn í Hollywood

Baldvin Ársælsson við götuna sína, Flókagötu.
Baldvin Ársælsson við götuna sína, Flókagötu. Rax / Ragnar Axelsson

„Ég á allar mínar rætur fyrir vestan læk. Er alinn upp á Vesturgötunni en fluttist hingað árið 1969. Þú ættir kannski að tala við einhvern annan um lífið hér á Fálkagötu, ég þekki þetta ekki svo ýkja vel þó að ég hafi búið hér í 42 ár. Er tæplega hluti af þessu samfélagi. En auðvitað hef ég sitthvað séð og reynt hér,“ segir Baldvin Ársælsson sem býr á Fálkagötu 21 í Reykjavík.

Fálkagatan lætur ekki ýkja mikið yfir sér. Er þvergata sem liggur milli Suðurgötu og Dunhaga og er á miðju Grímsstaðaholti. Þetta er í hjarta Vesturbæjarins og einhvertíma var sagt – í gamni fremur en alvöru – að þeir sem hverfið byggja þurfi bæði að vera KR-ingar og sjálfstæðismenn svo þeir geti með réttu sagt sig Vesturbæinga. „Ég er þetta hvorttveggja, og er aukheldur fæddur í Vesturbænum og gekk á sínum tíma í Miðbæjarskólann. Ég er gegnheill,“ segir Baldvin og kímir.

Svartlistamaðurinn

Prentiðn var ævistarf Baldvins. Hann nam setjaraiðn hjá Steindórsprenti og starfaði þar lengi og var seinna um skeið verksmiðjustjóri hjá Pappírsveri sem framleiddi mjölpoka og sekki meðal annars fyrir síldarútveginn. Lengst starfaði Baldvin þó hjá Kassagerðinni, hvar hann stóð sem pressumaður við prentrokkinn.

„Mér fannst prentið alltaf skemmtilegt enda er þetta öðrum þræði listgrein. Einhverju sinni var talað um svartlistamenn og víst er svolítil kúnst að stansa, gylla og þrykkja,“ segir Baldvin sem snemma á starfsævi sinni greip stundum í aukavinnu hjá Víkingsprenti Ragnars í Smára, forleggjara Halldórs Laxness. Vann þar við m.a. setningu á bókum nóbelsskáldsins sem seinna varð nágranni hans á Fálkagötunni. Þannig var að rithöfundurinn átti lengi Reykjavíkurafdrep í blokkinni sem nær yfir húsin Fálkagötu 17-21. Og sú var tíð að þetta var sannkallað listamannahverfi og spírunar líkar þeim sem nú halda sig í 101 voru á Fálkagötu.

Leikarar í hverri íbúð

„Ég bý í Hollywood, en svo var þetta hús lengi kallað. Nafnið kemur til af því að þegar við konan mín, Þorbjörg Guðmundsdóttir og Ása dóttir okkar fluttum hingað bjó hér fjöldi leikara. Þeir hefðu þess vegna allir geta verið vestur í Kaliforníu,“ segir Baldvin.

Gunnar Eyjólfsson og kona hans, Katrín Arason, voru í sama stigagangi og Baldvin og fjölskylda – og eins hjónin og leikararnir Jón Sigurbjörnsson og Þóra Friðriksdóttir. Helga Bachman og Helgi Skúlason voru í húsi númer 19 og á 17 var Herdís Þorvaldsdóttir og svo Laxness. Af öðrum í götunni má nefna Guðjón Einarsson blaðaljósmyndara sem á sinni tíð var kunnur borgari.

Straumar í steypunni

„Þetta fólk er allt flutt héðan fyrir lifandis löngu og sumt fallið frá. Minningar sem m.a. tengjast krökkunum lifa þó enn. Ég man til dæmis eftir því þegar Þorgerður Katrín dóttir Gunnars og dóttir Jóns og Þóru voru hér fyrir utan og sungu hástöfum lagið Ob-La-Di - Ob-La-Da með Bítlunum. Og ég get líka framkallað í huganum mynd af litlum dreng sem var hér fyrir utan að leika sér í kringum bílana hér á stæðunum, Skúla Helgasyni sem nú er alþingismaður. Svo man ég líka eftir Laxness þegar hann kom í bæinn, uppábúinn og ók um á Jagúarnum sínum og var með leðurhanska þegar hann sat undir stýri. Íbúðin sem ég er í var upphaflega í eigu Gunnlaugs Scheving listmálara sem ætlaði sér að hafa vinnustofur en bar við að straumar væru í steypunni og fór því annað,“ segir Baldvin.

Baldvin og Þorbjörg búa á þriðju hæð í húsinu á Fákagötu.

„Ég er heppinn með útsýni. Ég sé fjallahringinn alveg frá Bláfjöllum, sem er fallegt að horfa til á vetrarkvöldum þegar ljósin í skíðabrekkunum glitra. Svo sé ég Heiðina há og Keili. Hér blasa við t.d. stóru skýlin á Keflavíkurflugvelli og Garðskagavita. Og teygi ég mig aðeins fram á svölunum sé ég í golfvöllinn á Seltjarnarnesi,“ segir Baldvin sem gerir sér ekki rellu yfir Reykjavíkurflugvelli í næsta nágrenni.

„Það var kannski helst hér í gamla daga að þetta hvekkti mig; þá horfði maður á Kanasjónvarpið og flugvélar sem voru að koma inn til lendingar fóru stundum þvert fyrir geislann sem var truflandi. En nú er herinn löngu farinn og sjálfsagt mál að flugvöllurinn sé áfram enda er hann leiðin út á land. Ætli ókosturinn hér sé ekki helstur velmegun fólksins. Í hverju húsi á fólk tvo til þrjá bíla og því oft erfitt að fá stæði í frekar þröngri götu,“ segir Baldvin Ársælsson Fálkagötumaður að síðustu.

Tóku á móti haustinu með stæl

23:00 Hugbúnaðarfyrirtækið bauð vinum og velunnurum í teiti á skrifstofuna á dögunum. Margt var um manninn og mikið fjör eins og sést á myndunum. Meira »

Tískufyrirmynd Roberts kemur á óvart

20:00 Julia Roberts lítur ekki upp til kvenna frá gullaldarárum Hollywood eins og einhver myndi halda. Uppáhaldið hennar er töluvert yngra. Meira »

21 árs og lætur ekkert stoppa sig

17:00 Það var góð stemmning þegar Sigurður Sævar myndlistarmaður opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 um helgina. Vel á þriðja hundrað gestir komu á opnunina og var góður rómur gerður að verkum listamannsins. Meira »

Einstakt útsýni við Elliðavatn

14:00 Við Fellahvarf í Kópavogi stendur ákaflega vel heppnuð og falleg íbúð með einstöku útsýni yfir Elliðavatn.   Meira »

Dóra Júlía spilaði fyrir Richard Branson

11:48 Einn heitasti plötusnúður landsins, Dóra Júlía, spilaði í teiti hjá Richard Branson á Necker Island um helgina.   Meira »

Skólabækurnar kostuðu 60 þúsund

10:06 „Skólinn hófst hér 10. september og þurftum við núna að kaupa allt efni fyrir skólann. Það er ekki gefins hér get ég sagt ykkur. 60 þúsund krónur sem það kostaði að kaupa bækur og ritföng fyrir drengina. Þetta er í rauninni fyrsti alvöruskólaveturinn þeirra hér því í fyrra fengu þeir engar bækur og voru bara svona í einföldu efni í skólanum.“ Meira »

Uppáhaldsmunstrið er röndótt

09:00 Selma Svavarsdóttir er eigandi Heimilisfélagsins. Hún er markþjálfi og forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Sambýlismaður hennar er Þorsteinn I. Valdimarsson. Hún á tvö börn, Lísu Ólafsdóttur og Ara Þorsteinsson. Meira »

Húðin þornar um 10% við hverja -°C

06:00 Nú þegar farið er að hvessa og kólna í veðri er mikilvægt að endurskoða húðvörur sem við notum. Um hverja 1°C sem kólnar þornar húðin um 10%! Meira »

Eitursvöl herratíska

Í gær, 23:59 Í vetur verða þykkar mjúkar peysur í lit áberandi. Litlir teinóttir frakkar og notaðar gallabuxur svo dæmi séu tekin. Stórar peysur og lag af mismunandi fötum er málið ef marka má GQ um þessar mundir. Meira »

Vandamálin sem pör geta ekki leyst

í gær Það eru ekki mörg vandamál sem ekki má leysa en þau eru þó nokkur. Sambandssérfræðingurinn Tracy Cox er með þetta á hreinu.   Meira »

Hárgreiðslumaður stjarnanna segir frá

í gær Hvað er best að gera þegar þú vilt síðara hár? Olsen-tvíburarnir, Diane Kruger og Kate Bosworth myndu leita ráða hjá hárgreiðslumanninum Mark Townsend. Meira »

Vinsælasta andlitslyftingin í dag

í gær Húðmeðferðarstofan Húðfegrun býður upp á laserlyftingu sem er sambærileg við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið beint í vinnu eftir meðferð. Meira »

„Þetta gerðist svo fljótt!“

í gær „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“ Meira »

Fór í brjóstaminnkun og fékk sýkingu

í gær „Ég fór í brjótsaminnkun fyrir 29 árum og varð fyrir því óhappi að það kom mjög slæm sýking í annað brjóstið og við það varð það miklu minna. Ég held að það sé af því að drenið var tekið fyrr úr því brjósti.“ Meira »

10 lífsreglur Esther Perel

í gær „Ást er eins og á þar sem ævintýri og leyndarmál fljóta um. Hjónaband er ekki endalok rómantíkur, heldur upphaf hennar. Fólk í góðu hjónabandi veit að það hefur fjölmörg ár til stefnu til að læra meira um hvort annað, til að dýpka tengslin og prófa sig áfram, ná árangri saman og jafnvel mistakast.“ Meira »

Þreytt á hjákonuleiknum

í fyrradag „Ég hef verið að hitta strák bara fyrir skemmtilegt kynlíf, jafnvel skotist úr vinnunni í hádeginu til þess að gera það. Ég er orðin þreytt á því núna en get ekki hætt þessu.“ Meira »

Stuð hjá Hallgrími Helgasyni

20.10. Hallgrímur Helgason fagnaði nýútkominni bók sinni, Sextíu kíló af sólskini, með vinum og velunnurum á Bryggjunni Brugghúsi.   Meira »

Eins og samlokugrill fyrir hrukkur

20.10. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og eigandi Pjatt.is, segir að ljósabekkir séu eins og samlokugrill sem framleiði hrukkur. Meira »

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

20.10. Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

20.10. Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

20.10. Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »