Hoppað út í sundlaug beint úr rúminu

Hús í Hollywood-hæðunum.
Hús í Hollywood-hæðunum. mbl.is

Það er eflaust margt ömurlegra en að búa í Hollywood-hæðunum í Kaliforníu enda kjósa margar Hollywood-stjörnur að búa á þessum slóðum. Í hæðunum er útsýni yfir Los Angeles eins og hún leggur sig. Eftir að hafa horft á allt of mikið af amerískum Hollywood-myndum hélt ég að Hollywood-skiltið blasti við og væri svona eins og verndargripur yfir íbúum borgarinnar. Þegar Smartland var í Hollywood síðasta sumar komst undirrituð að því að svo er ekki. Það þurfti að keyra marga fjallvegi og fara í allskonar æfingar til þess að sjá skiltið og þegar það loksins blasti við var það pínulítið!

Arkitektinn Whipple Russell sem rekur samnefnda arkitektastofu fékk það verkefni að hanna glæsivillu í Hollywood-hæðunum. Hann ákvað að gera það besta úr hönnuninni og nýtti landslagið, hallann í hæðunum, til þess að skapa óborganlega stemningu. Á þessu slóðum er ekkert mál að hafa heilu rennihurðirnar sem opna stofur upp á gátt því það er hlýtt í Kaliforníu nánast allan ársins hring. Hann setti sundlaug fyrir utan svefnherbergið og rennihurð svo það væri leikur einn að hoppa nánast út úr rúminu beint út í sundlaug.

mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál