Innlit í verðlaunahús

Eldhúsið í verðlaunahúsi Erlu og Tryggva sem fékk Green Dot-verðlaunin …
Eldhúsið í verðlaunahúsi Erlu og Tryggva sem fékk Green Dot-verðlaunin á dögunum. Ljósmynd/Hús og Híbýli

Hönnunarhjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson fengu á dögunum Green Dot-verðlaunin fyrir byggingartækni sem þau kalla mnmMOD. Hús hjónanna prýðir forsíðu nýjasta Hús og Híbýli sem kom út á fimmtudaginn var. 

Erla Dögg og Tryggvi vinna með tækni sem þau hafa þróað í sjö ár og eru nú komin með einkaleyfi á. Fyrsta húsið sem er byggt með þessari tækni er komið upp en þetta er einingahús sem kemur í flatri, léttri pakkningu, meira að segja svo léttri að hvorki þarf vinnuvélar né krana til að koma húsinu saman. Þetta hús reis í LA án þess að krani eða nokkur vinnuvél kæmi þar nálægt og er það prótótýpa; fyrsta húsið sem er byggt með mnmMOD-tækninni.

Green Dot-verðlaunin heiðra umhverfisvæn nýsköpunarverkefni, vörur og þjónustu. Það er ekki bara heiður sem fylgir því að fá Green Dot-verðlaunin því þau eru einnig leiðbeinandi fyrir neytendur sem kjósa umhverfisvænt. Neytendur eiga jafnframt að geta treyst því að þau fyrirtæki sem hafa fengið Green Dot-verðlaunin hafi umhverfisvernd að leiðarljósi. Þessi verðlaun eru því ákveðinn gæðastimpill fyrir Minarc, hönnunarfyrirtæki Erlu og Tryggva.

Í Húsum og Híbýlum segir meðal annars:

„Þetta er byggingartækni sem við erum búin að vera að þróa síðustu sjö árin, núna erum við komin með einkaréttinn og þetta hús er prótótýpan okkar, en við erum komin á fullt skrið að hanna nokkur hús til viðbótar sem byggja á mnmMOD-tækninni. Hugmyndin er sú að það verði engir afgangar; veggir, gluggar og hurðir ná alltaf frá gólfi og upp í loft. Húsin koma í flötum, léttum pakkningum og það er auðvelt að setja þau saman, það þarf ekki stórar og hættulegar vinnuvélar, tæki og tól til þess. Þetta eru einingahús sem á að vera hægt að skrúfa saman, þetta er kannski svipað og IKEA, nema húsin koma á vörubílum, en í flötum pakkningum og svo er bara að skrúfa þau saman en það er samt ekki eitthvað sem hjón dunda sér við að gera á einum degi,“ segja þau. 

Hannið þið alltaf með umhverfisvernd að leiðarljósi? „Já, við reynum að gera okkar allra besta til að vernda náttúruna þegar við hönnun. Við leitumst eftir að nýta sólarljósið, vindáttir og að hita og kæla húsin á náttúrulegan hátt sem mest en ekki með raftækjum sem kosta miklu orku. Við notum ekki hefðbundna málningu heldur náttúruleg eða lífræn efni og lokum frekar veggjum með því að vaxhúða þá. Þetta sem við erum að gera snýst mikið um að endurnýta efni eða nota efni sem hægt er að endurnýta eftir að það hefur verið notað í hús.“

Stiginn í húsi Erlu og Tryggva er sérstaklega smart.
Stiginn í húsi Erlu og Tryggva er sérstaklega smart. Ljósmynd/Hús og Híbýli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál